10.4.2011 | 12:31
Steingrímur byrjaður að draga úr dómsdagsspánum
Ein helsta röksemd Steingríms J., ríkisstjórnarinnar og annarra talsmanna samþykktar þrælalaganna var sú, að stór hætta væri á því að Moody's myndi lækka lánshæfismat Íslands og þar með yrði nánast lokað fyrir aðgang ríkisins að erlendum fjármálamörkuðum.
Nú, á fyrsta degi eftir kosningar, þar sem þjóðin hafnaði með afgerandi hætti að selja sig í skattaáþján vegna brota óheiðarlegra fjármógúla, dregur Steingrímur J. í land með fyrri fullyrðingar en staðfestir það sem NEIsinnar héldu fram allan tímann, þ.e. að Moody's og lánshæfiseinkunnir þess hefðu ekki mikil áhrif á næstunni.
Samkvæmt fréttinni sagði Steingrímur t.d. þetta, á blaðamannafundi í morgun: "Íslenska ríkið mun ekki eiga í neinum erfiðleikum með að greiða skuldir sínar. Gjaldeyrisforðinn nægir fullkomlega fyrir afborgunum á næstu árum."
Það er auðvitað hárrétt afstaða hjá Steingrími J., að hætta nú bölmóðinum og hrakspánum um framtíðina og fara að segja þjóðinni sannleikann um þau baráttutæki sem þjóðin hefur yfir að ráða í glímunni við endurreisn efnahagslífsins, byrja að tala kjark í þjóðina og máli hennar gagnvart innlendum og erlendum yfirgangsöflum.
Þjóðaratkvæðagreiðslan er að baki og þar með ætti að leggja til hliðar allar umræður um Icesave, enda mun það mál einfaldlega hafa sinn eðlilega gang, hvort sem það fer fyrir dómstóla eða ekki og Bretar og Hollendingar munu fá nánast allt sitt úr búi Landsbankans vegna Neyðarlanganna.
Framtíð lands og þjóðar er björt, en það mun þurfa að hafa fyrir hlutunum, eins og jafnan áður.
![]() |
Ísland getur greitt skuldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.4.2011 | 07:24
Mögnuð niðurstaða kosninga
Ástæða er til að óska þjóðinni til hamingju með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um þrælalögin sem felld voru með afgerandi hætti, svo afgerandi, að varla mun verða reynt frekar að troða þeim ofan í kok landsmanna með ógnunum og ofbeldi af hálfu Breta, Hollendinga, ESB og íslensku ríkisstjórnarinnar.
Afstaða kjósenda var eindregin gegn lögunum í öllum kjördæmum, nema Reykjavík suður og verða það að teljast ein af merkum niðurstöðum kosningannna, að þær sýna að hugsunarháttur manna breytist nokkuð, því nær sem dregur 101 Reykjavík.
Eftir þessa niðurstöðu mun þjóðin vonandi leggja niður allar deilur um þetta mál og snúa sér óskipt og sameinuð að uppbyggingu og endurreisn atvinnulífsins og taka á þeim erfiðleikum sem þessari niðurstöðu fylgir, ef þeir þá einhverjir verða. Viðbrögð forystumanna ríkisstjórnarinnar í sjónvarpssal við úrslitunum gefa þó ekki góðar vonir um baráttuvilja og - þrek ráðherranna.
Þessi úrslit kosninganna munu án vafa vekja heimsathygli og almenningur í öðrum löndum mun taka þeim sem hvatningu til aðgerða gegn hvers kyns tilraunum til að velta skuldum glæpsamlega rekins fjármálakerfis yfir á skattgreiðendur. Vonadi breytir þetta einnig því hugarfari ráðamanna, að sjálfsagt sé að gera skattgreiðendur að vinnu- og afplánunardýrum fyrir glæpagengi.
Risinn er nýr dagur, með nýjum áskorunum og markmiðum.
![]() |
Yfir 58% hafna Icesave-lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)