Ólögvarin krafa fyrir EFTA-dómstólinn?

Allir lögspekingar þjóðarinnar virðast vera sammála um að krafa Breta og Hollendinga á hendur íslenskum skattgreiðendum sé ólögvarin og þarf í sjálfu sér ekki annað en að lesa tilskipun ESB og íslesku lögin um tryggingarsjóði til að sannfærast um að svo sé.

Fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB hafa einnig staðfest opinberlega að tilskipun ESB geri ekki ráð fyrir ríkisábyrgðum á tryggingasjóðum innistæðueigenda og fjárfesta, enda væri slík ábyrgð samkeppnisbrot og mismunun milli ríkja á evrópska efnahagssvæðinu.

Með þetta í huga er ótrúlegt að hlutst á ráðherra, þingmenn og fleiri ræða um svokallaða "dómstólaleið" eins og málið sé nánast tapað fyrirfram, þó vanalega sé því bætt við að aldrei sé hægt að segja fyrir með fullri vissu hvernig dómsniðurstaða verði í málinu.

Þó löggjöfum sé afar gjarnt að setja svo óljós og gölluð lög, að enginn geti verið í vissu um hvernig eigi að túlka þau nema Hæstaréttardómarar, þá er ekki að sjá að neinn vafi sé í þessu máli, enda væri þá ekki verið að neyða Alþingi til að samþykkja ríkisábyrgð núna, hafi verið gert ráð fyrir henni frá upphafi.

Alþingi og ríkisstjórn hafa látið undan þvingunum Breta og Hollendinga og samþykkt fyrir sitt leyti óútfylltan víxil með ríkisábyrgð vegna Icesave.

Nú er málið á valdi kjósenda. Þeir ráða því sjálfir hvort þeir láta reyna á "dómstólaleiðina", sem reyndar er nokkuð víst að verði aldrei farin verði lögin um Icesave III felld úr gildi í þjóðaratkvæðagreislunni 9. apríl.


mbl.is Íslenskir dómstólar hafa lokaorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband