4.3.2011 | 16:15
Vítisenglar í biđ
Eftir ţví sem heimildir mbl.is segja, munu norsk yfirvöld ekki hleypa félögum úr MC Iceland inn í landiđ, heldur endursenda ţá til Íslands og ţar af leiđandi mun vćntanlega mistakast ađ gera ţá formlega ađ međlimum í alheimsglćpasamtökunum Hells Angels ađ ţessu sinni.
Íslensk yfirvöld hafa reynt af femsta megni ađ endursenda norska félaga glćpasamtakanna ţegar ţeir hafa reynt ađ heimsćkja glćpafélaga sína hérlendis og nú bregđa norsk yfirvöld til sömu ráđa til ađ forđa sínu landi frá svona óyndislegum heimsóknum íslenskra krimma.
Vonandi tekst ađ hamla formlegri vígslu íslensku krimmanna í alţjóđaglćpasamtökin enn um sinn međ ţessum vöruskiptajöfnuđi sem nú hefur komist á milli Noregs og Íslands.
Svona glćpasöfnuđi myndu öll lönd verđa fegin ađ losna viđ, vćri ţađ mögulega hćgt.
![]() |
Félögum í MC-Iceland vísađ frá |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
4.3.2011 | 12:39
Launţegar lýsa ábyrgđ á hendur ríkisstjórninni
Starfsgreinasambandiđ lýtur á baráttu ríkisstjórnarinnar geng atvinnulífinu í landinu og allri nýrri atvinnustarfsemi, sem hugsanlegt vćri ađ koma á fót, sem höfuđvandamáliđ sem viđ er ađ glíma í sambandi viđ ţá kjarasamninga sem í gangi eru.
Sambandiđ telur ómögulegt ađ gera samninga, nema til skamms tíma, verđi ekki alger stefnubreyting hjá ríkisstjórninni í atvinnumálum, eins og sést af eftirfarandi klausu úr ályktun ţess: "Innan Starfsgreinasambandsins og annarra ađildarsambanda ASÍ er nú stefnt ađ ţriggja ára samningi sem byggir m.a. á úrbótum í efnahagsmálum, atvinnumálum og félagsmálum. Sá ţáttur snýr ađ ríkisvaldinu og gćti orđiđ snúinn viđfangs, einkum umrćđan um orkuöflun og virkjanir í tengslum viđ atvinnuuppbygginguna. Náist ekki fljótlega viđunandi samkomulag viđ ríkiđ um haldbćra stefnumörkun í atvinnumálum er vart hćgt ađ tala um annađ en kjarasamning til skemmri tíma."
Ţess eru fá, ef nokkur, dćmi ađ samtök launţega hafi látiđ frá sér jafn harđorđa yfirlýsingu um atvinnustefnu nokkurrar ríkisstjórnar og kennir ţó sitjandi ríkisstjórn sig viđ velferđ og velvilja í garđ vinnandi stétta landsins.
Ríkisstjórnin ţyrfti ađ skilja ţađ sem öllum öđrum hefur veriđ kunnugt lengi, ađ án atvinnu verđur engin velferđ og engar vinnandi stéttir.
![]() |
Atvinnumál lykilatriđi í kjaraviđrćđum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)