31.3.2011 | 12:03
Peningamenn óvelkomnir
Hatur og óvild í garð allra sem liggja undir grun um að eiga einhverja peninga eða hafa laun yfir milljón á mánuði virðist vera orðin svo rótgróin hérlendis, að allir slíkir aðilar eru undir eins stimplaðir þjófar og glæpamenn, sem réttast væri að útskúfa gjörsamlega úr þjóðfélaginu og halda eingöngu eftir láglaunafólki og bótaþegum.
Sæki algerlega fjárvana útlendingar og flóttamenn eftir íslenskum ríkisborgararétti þykir flestum sjálfsagt að veita hann umsvifalaust og líta á það sem hreint mannréttindabrot að neita fólkinu um svo sjálfsagðan rétt, jafnvel þó ekkert sé vitað um fortíð viðkomandi og nafnvel ekki hvort hann sé sá sem hann segist vera eða frá því landi, sem hann segist koma frá.
Jafn sjálfsagt þykir að taka á móti hópi flóttafólks frá stríðshrjáðum löndum, ekki síst konum, jafnvel þó vitað sé að margt af því fólki muni aldrei aðlagast íslenskum háttum og siðum, enda frá fjarlægum menningar- og trúarheimum. Margt af því fólki kemst aldrei út á vinnumarkað og er því haldið uppi af bótakerfum ríkis- og sveitarfélaga og allir eru fyllilega sáttir við slíka fyrirgreiðslu.
Hins vegar verður allt vitlaust, ef minnst er á ríka útlendinga sem hingað myndu vilja flytjast og fá hér ríkisborgararétt til þess að stunda héðan sín viðskipti og eiga þar með greiðari aðgang að Shengenlöndunum og EES svæðinu. Skiptir þá engu þó um "þekkta" fjárfesta sé að ræða, sem stundað hafa viðskipti áratugum saman og ekki komist neinsstaðar í kast við lögin svo vitað sé.
Að sjálfsögðu á ekki að hlaupa upp til handa og fóta þó útlendir auðmenn óski eftir ríkisborgararétti hér á landi, en jafn fáránlegt er að bregðast við eins og hér sé um innrás mótorhjólagengis að ræða.
Málin eiga auðvitað að skoðast í rólegheitum, bakgrunnur skoðaður, kannað hvaða fjárfestingum þessir menn hafa helst áhuga á og í framhaldi af því að taka afstöðu til hverrar og einnar umsóknar.
Auðmenn eru ekki allir auðrónar, sem eyða auði allrar þjóðarinnar í fíkn sína, þó þeir íslensku hafi verið það.
![]() |
Stýra fjársterkum sjóðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
31.3.2011 | 08:07
Íslendingar búnir að borga sitt vegna Icesave
Með neyðarlögunum var forgangi krafna í bú Landsbankans breytt á þann veg að Breskir og Hollenskir innistæðueigendur á Icesavereikningum voru settir í forgang, fram yfir alla aðra kröfuhafa í bankann, sem fyrir vikið munu ekki fá neitt upp í sínar kröfur.
Þessu eru gerð góð skil í grein eftir Jón Gunnar Jónsson í Viðskiptablaði Moggans í dag og rétt að undirstrika vandlega það sem fram kemur í úrdrætti þeirrar greinar á mbl.is, en kjarni málsins er þessi: "Hann segir að neyðarlögin hafi fært Bretum og Hollendingum 600 milljarða króna á kostnað almennra kröfuhafa Landsbankans, sem eru til að mynda íslenskir lífeyrissjóðir, Seðlabanki Íslands, alþjóðlegir bankar og skuldabréfasjóðir sem lánuðu íslensku bönkunum.Jón Gunnar bendir á að Ísland hafi sýnt mikla sanngirni í Icesave-málinu. Miðað við fyrirliggjandi samning við Breta og Hollendinga sé hins vegar öll áhætta sem neyðarlögunum fylgir færð yfir á Ísland, en Bretar og Hollendingar njóti alls ábata sem af þeim stafar."
Fram hefur komið að Bretar og Hollendingar hafi hafnað því að ljúka málinu með eingreiðslu upp á 47 milljarða króna, vegna þess að með því væru ÞEIR að taka of mikla áhættu, enda reikna þeir með að fá margfalda þá upphæð í vöxtum frá íslenskum skattgreiðendum. Væri það ekki svo, hefðu þeir þegið þessa 47 milljarða og málið hefði verið dautt.
Því verður seint trúað, að almenningur á Íslandi selji sig sjálfviljugur í skattaþrældóm vegna þessar fjárkúgunar, sem hvergi finnst lagalegur grundvöllur fyrir.
Þar fyrir utan er almenningur búinn að taka á sig meira en nóg, með tapi lífeyrissjóðanna og Seðlabankans vegna þessa máls.
![]() |
600 milljarða neyðarlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)