2.3.2011 | 20:12
Fróðlegur fundur um Icesave
VÍB hélt afar fróðlegan fund um Icesave III, þar sem erindi fluttu þeir Jón Bjarki Bentsson, frá Greiningu Íslandsbanka, og Lárus Blöndal hrl., sem var í samninganefndinni um Icesave III, og fóru þeir yfir málið hvor frá sinni hlið, þ.e. Jón Bjarki skýrði kosti og galla þess að samþykkja lögin um Icesave, eða hafna, og Lárus útskýrði samninginn sjálfa, samningsferlið og áhætturnar sem fælust í því að hafna lögunum og hvað gæti gerst tapaðist mál fyrir EFTAdómstólsins í framhaldinu.
Frummælendur mæltu ekki fyrir því sérstaklega að samningurinn yrði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslunni, heldur skýrðu málið mjög vel út frá báðum hliðum og hvaða kostir væru hugsanlegir í stöunni, eftir því hvernig málið færi þar.
Fyrir eindreginn andstæðing Icesave frá upphafi skýrðust ýmis mál á þessum fundi og það sem stendur uppúr eftir þessa kynningu er, hvílíkan glæp gegn þjóðinni var reynt að fremja með Icesave II, að ekki sé minnst á upphaflega Svavarssamninginn, Icesave I, sem engin orð ná að lýsa hvernig farið hefði með þjóðarbúið, sem aldrei hefði getað staðið undir honum.
Ríkisstjórnin, Svavar Gestsson og aðrir sem reyndu að þröngva Icesave I óséðum i gegnum þingið, ásamt þeim þingmönnum sem studdu málið á sínum tíma, skulda þjóðinni afsökunarbeiðni og ef snefill af sjálfsvirðingu er eftir í hugum þessa fólks, myndi það draga sig út úr allri opinberri þjónustu umsvifalaust og láta lítið á sér bera á næstu árum.
Hvað sem annars er um málið að segja, þá er í raun og veru verið að fjalla um alls óskylda hluti núna eða þá var.
![]() |
Húsfyllir á opnum fundi um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
2.3.2011 | 16:00
Valdhroki og yfirgangur Svandísar
Í október s.l. mælti Guðrún Margrét Árnadóttir hrl., fulltrúi ríkislögmanns, með því að dómi undirréttar vegna aðalskipulags Flóahrepps yrði EKKI áfrýjað til Hæstaréttar, enda engar líkur á því að dómi undirréttar yrði snúið við, þar sem engar lagastoðir væru fyrir neitun Svandísar Svavarsdóttur á því að samþykkja skipulagið.
Þrátt fyrir lagalegar ráðleggingar embættis ríkislögmanns ákvað táknmálstúlkurinn Svandís að áfrýja málinu til Hæstaréttar í þeim eina tilgangi að fresta staðfestingu skipulagsins, enda var hún búin að hanga á málinu og tefja það í tvö ár og þrátt fyrir dómu um að hún væri orðin lögbrjótur vegna þessa hélt hún áfram að tefja málið með fyrirfram tapaðri áfrýjun, sem ekkert gerði annað en auka útgjöld ríkissjóðs vegna málsins og tefja þá atvinnuuppbyggingu, sem hugsanlega myndi fylgja frágangi málsins.
Með þessari svívirðilegu framkomu, þvert á ráðleggingar henni viturri manna, hefur Svadís sýnt af sér þvílíkan valdhroka og yfirgang að forsætisráðherra getur ekki annað en vikið henni úr embætti tafarlaust.
Ráðherra í Þýskalandi hefur þurft að segja af sér fyrir ritstuld, sem þó kom stjórnmálastarfi hans eða ráðherradómi ekkert við.
Varla telst það minni sök að stela heilu aðalskipulagi af sveitarfélagi og skila því ekki fyrr en að tveim árum liðnum og þá eingöngu vegna dóms Hæstaréttar landsins um að ráðherrann sé lögbrjótur.
![]() |
Ríkislögmaður mælti gegn áfrýjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.3.2011 | 13:04
Bónus fyrir að minnka tekjur Símans?
Síminn hefur sagt upp níu starfsmönnum fyrir brot á starfsreglum, en þeir unnu við að hringja í viðskiptavini Símans og bjóða þeim upp á breytingu á áskriftarleiðum. Fyrir hverja breytingu sem þessum starfsmönnum tókst að koma í gegn fengu þeir greiddan bónus, en í fégræðgi sinni slepptu þeir því að hafa samband við viðskiptavinina en breyttu eftir sem áður áskriftarleiðunum og hirtu bónusgreiðslur fyrir.
Venjulega greiða fyrirtæki starfsmönnum bónusa fyrir vel unnin störf sem leiða til aukinna tekna fyrir fyrirtækið og auka þar með hagnað þess. Að vísu mun það hafa tíðkast í bönkunum fyrir hrun að greiða himinháa bónusa, þó starfsmennirnir væru alls ekki að skapa bönkunum meiri tekjur og aukinn hagnað, heldur þvert á móti eintómar loftbólur sem sprungu að lokum með mesta bankahruni sögunnar.
Mjög líklega hafa þeir viðskiptavinir Símans sem fengu símhringingar og boð um breyttar áskriftarleiðir talið að verið væri að bjóða sér hagstæðari kjör og lægri símareikninga og ef það er raunin er Síminn eina fyrirtækið sem heyrst hefur um, sem greiðir starfsfólki sínu bónusa fyrir að lækka tekjur fyrirtækisins og minnka þar með hagnað þess.
Voru þessar úthringingar kannski ekki í þágu viðskiptavinanna, heldur til að hækka reikninga þeirra og þar með auka tekjur og hagnað Símans sjálfs?
![]() |
Sakar starfsmenn að brjóta starfsreglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.3.2011 | 10:07
Sérstakur saksóknari tveggja ára
Um þessar mundir eru tvö ár síðan Sérstakur saksóknari tók til starfa, embættið fór rólega af stað og allir muna eftir myndum í fjölmiðlunum af þeim sérstaka, sitjandi á skrifstofu sinni með galtómar hillur á bak við sig, bíðandi efir gögnum til að vinna úr.
Smátt og smátt óx embættinu fiskur um hrygg og starfsmönnum fjölgaði, Eva Joly var ráðin sem sérstakur ráðgjafi og vegna fyrri starfa hennar gat hún komið á tengslum við ýmsa vana rannsakendur erlendis og samvinna komst á við Special Fraud Office í Bretlandi og ýmsar aðrar stofnanir erlendis, sem sérhæfðar eru í rannsóknum á fjármálasvikum.
Vafalaust er unnið mikið og gott starf hjá embætti þess sérstaka, en þó er farið að gæta óþolinmæði í þjóðfélaginu vegna þess að ekkert er farið að sjást fyrir dómstólum af málum frá embættinu, nema eitt "smámál" þ.e. ákæran á hendur Baldri Guðlaugssyni fyrir að hafa selt hlutabréf sín í Landsbankanum á óheppilegum tíma og snýst málið um það, hvort hann hafi vitað um slæma stöðu bankans eða ekki.
Vonandi heldur saksóknarinn sérstaki upp á tveggja ára afmælið með útgáfu ákæra á hendur þeim sem sannarlega ollu bankahruninu með því að ryksuga allt fjármagn úr bankakerfinu innanfrá og settu með því bankana á hausinn ásamt nánast öllum fyrirtækjum sem þeir komu nálægt, innanlands og utan.
Raunverulegu skúrkarnir ganga allir lausir og senda þjóðinni og réttarkerfinu langt nef úr lúxusvillum sínum í auðmannahverfum nágrannalandanna.
Þjóðin bíður eftir að réttlætinu verði fullnægt vegna þessara mála. Sakfelling Baldurs Guðlaugssonar fyrir hlutabréfasölu dugar ekki.
![]() |
Aðalmeðferð í máli Baldurs hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)