14.3.2011 | 22:45
Glæpafyrirtæki í eigu bankanna?
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rannsakar hvort Húsasmiðjan, Byko og Úlfsins (sem nú heitir Byggingavörur Dúdda) hafi haft með sér verðsamráð og markaðsskiptingu á ýmsum byggingavörum, sérstaklega svokallaðri grófvöru.
Eigendur fyrirtækjann eru eins og segir í fréttinni: "Húsasmiðjan er að fullu í eigu Vestia, sem er í meirihlutaeigu Framtakssjóðs Íslands. Áður átti Landsbankinn Vestia, sem tók fyrirtækið yfir vegna skuldavanda. Áður var fyrirtækið í eigu Haga. BYKO er að fullu í eigu Norvik, fjárfestingafélags Jóns Helga Guðmundssonar."
Ef einhver minnsti fótur er fyrir þessari glæpastarfsemi þessara fyrirtækja, þá er það enn grafalvarlegra en ella vegna þess hver eigandi Húsasmiðjunnar er núna og ekki síður hver hann var þar áður, þ.e. Landsbankinn. Ef bankarnir taka yfir fyrirtæki vegna skulda og reka þau svo áfram eins og hver önnur glæpafyrirtæki, verður að taka slík mál föstum tökum og draga ekki bara starfsmenn fyrirtækjanna til ábyrgðar, heldur einnig eigendurna sem hljóta að hafa umsjón og eftirlit með rekstri fyrirtækja sinna.
Sannist sakir í þessu máli hlýtur sú krafa að verða gerð, að stjórnendur Húsasmiðjunnar, Landsbankans, Vestia og Framtakssjóðs Íslands verði allir dregnir til ábyrgðar og verði einhverjir þeirra ekki dæmdir eins og aðrir lögbrjótar, þá a.m.k. hverfi þeir allir sem einn úr störfum hjá öllum hlutaðeigandi fyrirtækjum.
Mikið vantraust hefur ríkt í þjóðfélaginu vegna markaðsstöðu fyrirtækjanna sem bankarnir hafa yfirtekið, gagnvart öðrum fyrirtækjum og sögur farið af því að "bankafyrirtækin" hafi mun greiðari aðgang að rekstrarfé en keppinautarnir.
Ef hrein glæpamennska bætist þar við verður að gera þá kröfu að "bankafyrirtækin" verði seld umsvifalaust, eða verði sett í gjaldþrot ella. Allt er betra en að glæpastarfsemi fái að þrífast innan þeirra, jafnvel að selja þau á vægu verði til keppinautanna.
![]() |
Öllum sleppt eftir yfirheyrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2011 | 19:31
Skilanefndirnar í rannsókn strax
Nú upplýsist að skila- og slitastjórnarmenn Glitnis hafi að meðaltali fengið greiddar um 70 milljónir króna hver um sig vegna starfa sinna við bankann á árinu 2010 og eru þetta upphæðir sem eru algerlega út úr öllu korti. Jafnvel þó þeir hefðu allir haft þessar tekjur samkvæmt útseldri vinnu með virðisaukaskatti, þá hefði nettóupphæð hvers og eins verið um 55 milljónir króna.
Skilanefndirnar eru skipaðar af Fjámálaeftirlitinu og hljóta því að starfa á ábyrgð þess og undir eftirliti þaðan, ásamt því að FME hlýtur að hafa samið um greiðslur fyrir þessi störf og hljóti því einnig að hafa eftirlit með nefndunum, þar með töldu að yfirfara vinnutímaskýrslur og samþykkja þær. FME verður að svara fyrir sína hlið á þessu máli og einnig verður Viðskiptaráðherra að gera hreint fyrir sínum dyrum vegna þeirrar ábyrgðar sem hann ber á Fjármálaeftirlitinu.
Á þessu bloggi hefur á annað ár verið skrifað um nauðsyn þess að rannsókn fari fram á öllum störfum skilanefnda gömlu bankanna, ásamt því að óháðir rannsóknaraðilar skoði allar gerðir nýju bankanna eftir hrun og með því verði tryggt að allir njóti jafnræðis við afgreiðslu mála hjá þeim og vildarvinum ekki mismunað á kostnað annarra.
Skilanefndirnar virðast hafa hagað sér nákvæmlega eins og bankabófarnir gerðu fyrir hrun og eitthvað verður að reikna með að opinberir aðilar hafi lært af því sem gerðist í gömlu bönkunum fyrir hrun.
Reyndar er ekki nóg að læra af reynslunni. Það þarf að nýta lærdóminn.
![]() |
Með 21 milljón í árslaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.3.2011 | 13:56
Umskurður kvenna er hroðaleg misþyrming
Mannréttindasamtökin Tostan, sem berjast gegn umskurði kvenna, hafa sent frá sér yfirlýsingu um að nú hafi náðst samþykki 4.771 þorps í Afríku um að banna slíka misþyrmingu á ungum stúlkum, en samtökin settu sér það takmark árið 1997 að ná 5.000 þorpum í lið með sér.
Þessi hroðalega meðferð á stúlkum hefur verið mjög útbreidd í mörgum ríkjum Afríku og víðar, en hún felst í því að skera burt sníp ungra stúlkna og sauma síðan saman ytri brúnir kynfæranna og loka þeim þannig að aðeins verði eftir smá gat fyrir þvaglát. Bæði er aðgerðin sjálf hroðaleg misþyrming og getur haft í för með sér miklar sýkingar sem jafnvel leiða til dauða, enda áhöldin oft ekki annað en glerbrot og óhreinar nálar.
Þetta ótrúlega athæfi er afsprengi aldagamals karlaveldis, enda hugsað í þeirra "þágu", því þegar stúlkurnar eru síðan giftar, oft einhverjum gamlingja eða öðrum af hagkvæmnisástæðum, er ytri börmun kynfæranna sprett upp og með þessu er tryggt að stúlkan sé hrein mey við brúðkaupið. Með aðgerðinni voru möguleikar stúlkunnar til þess að nóta kynlífs nánast eyðilagðir, en karlaveldið hefur ekki áhyggjur af slíku, enda fær hann væntanlega það sem hann sækist eftir sjálfum sér til fullnægingar og ánægju.
Þessi "siður" hefur fengið allt of litla athygli og of lítið gert til að berjast gegn honum, en svona rótgróin "menningarfyrirbæri" verða ekki upprætt nema með fræðlu til ættbálkahöfðingjanna og meiri menntun almennings, ekki síst kvenna.
Þó Tostansamtökin nái vonandi fljótlega 5.000 þorpa markmiði sínu, er það ekki nema áfangi á langri leið, því svo útbreitt er þetta og ekki einu sinni bannað í lögum allra ríkja Afríku.
![]() |
Skrefi nær útrýmingu umskurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)