11.3.2011 | 23:59
Icesave í kosningasjóð
Nú er komið í ljós að Icesavepeningarnir fóru ekki allir í einkaneyslu, lúxusíbúðir, skíðaskála og skemmtisnekkjur Jóns Ásgeirs, Tschenguiz-fjölskyldunnar, Ólafs í Samskipum,Hannesar Smárasonar, Pálma í Iceland Express og hvað þeir heita nú allir banka- og útrásar"garparnir" sem fengu lánin út á þessar innistæður.
Hluti fór í kosningasjóði í Bretlandi og samþykki íslenskir skattgreiðendur að taka á sig ábyrgð og greiðslu fjárkúgunarkröfu Breta og Hollendinga geta þeir a.m.k. huggað sig við að hafa tekið þátt í að koma Verkamannaflokknum í Bretlandi frá völdum, eftir að hann beitti hryðjuverkalögum í tilraun sinni til að hjálpa útrásargengjunum við að rústa íslensku efnahagslífi.
Vegir Icesave liggja víða og eru líklega órannsakanlegir eins og fleiri vegir.
![]() |
Gjafmildir Kaupþingskúnnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2011 | 20:01
Evran að verða að þýsku marki
Mikil örvænting hefur ríkt innan ESB undanfarna mánuði og misseri vegna stöðu evrunnar og ruglandans sem hefur verið í efnahagsstjórn þeirra sautján ríkja sem nota evruna sem gjaldmiðil.
Nánast hrun hefur orðið í efnahagsmálum Grikklands og Írlands og miklir erfiðleikar mun víðar á evrusvæðinu og þó ekki sé hægt að kenna evrunni um þau vandræði, þá hefur hún síst verið til að auðvelda lausn vandamálanna sem hlaðist hafa upp hjá flestum þessara ríkja.
Þýskaland er og hefur alltaf verið móðurskip ESB og frá upphafi reiknuðu Þjóðverjar með því að önnur ríki tækju upp þýska festu í efnahagsmálum, en vegna þess að ríkin höfðu nokkuð frjálsar hendur um stjórn efnahagsmála og ekki síður vegna þess að þau hafa ekki farið eftir þeim reglum sem þó voru fyrir hendi, hefur sífellt hallað undan fæti fyrir evrunni, þar til að nú stefnir í alger vandræði.
Samkvæmt síðustu fréttum hafa Þjóðverjar náð að fá samþykktar nýjar reglur um miðstýrðar efnahagsreglur fyrir allar evruþjóðirnar og að sjálfsögðu mun það verða þýski aginn sem þar mun ráða ferðinni.
Þar með verða Þjóðverjar komnir á upphafsreit með gjaldmiðil sinn, nema nú heitir hann evra en ekki mark.
Kannski verður þetta til þess að meira mark verði tekið á evrunni framvegis.
![]() |
Evruríki móta efnahagsstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2011 | 08:43
Ofsköttunaræðið í hnotskurn
Steingrími J. hefur gengið afar illa að skilja hvar þolmörk neytenda og skattgreiðenda liggja og heldur að hægt sé að auka tekjur ríkissjóðs út í það óendanlega með ofsköttunaræðinu sem einkennt hefur allan hans fjármálaráðherraferil.
Allir skattar hafa verið hækkaðir í drep og nýjir skattar lagðir á eins og hugmyndaflug ráðherrans og félaga hans hefur dugað til, en tekjur ríkissjóðs aukast að sjálfsögðu ekki í takti við skattabrjálæðið, því þegar fólki ofbýður dregur það úr neyslu á ofsköttunarvörum og reynir að færa alla vinnu sem mögulegt er yfir í svarta hagkerfið.
Skattahækkanirnar á áfengi síðast liðin tvö ár eru alveg dæmigerð fyrir það sem gerist þegar skattheimtan gengur algerlega úr hófi fram og eru orð Emils B. Karlssonar, forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar, lýsandi og tákræn fyrir skattahækkanabrjálæði Steingríms J: Þannig að þó við höfum varið 29,5% fleiri krónum til áfengiskaupa í janúar 2011 en í janúar 2008 höfum við fengið 16,7% minna magn fyrir peninginn.
Skattabrjálæðið dregur úr allri neyslu í þjóðfélaginu og hægir þar með á hagkerfinu og líklega er þá tilganginum náð, enda ekki annað séð en að framlenging kreppunnar og dýpkun hennar sé sú stefna sem ríkisstjórnin ætlar að láta minnast sín fyrir.
![]() |
Velta í áfengissölu minnkaði um 16,7% á þremur árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)