10.3.2011 | 23:24
Mættu ekki í sína eigin veislu
Special Fraud Office í Bretlandi eyðilagði fína veislu fyrir Tchenguiz-bræðrum, en hún var haldin í kvöld um borð í snekkju annars bróðurins í Cannes og þangað hafði verið boðið öllum helstu fasteignabröskurum veraldar, sem þar funda um gagnsókn sína gegn lækkandi fasteignaverði og ráðum til að hagnast á nýrri fasteignabólu.
Gestgjafarir mættu sem sagt ekki í sína eigin veislu þar sem þeir þurfa að sinna sínum málum í Bretlandi, en þau mál snúast reyndar um brask þeirra í fortíðinni og líklega áhyggjur af minni umsvifum í framtíðinni, sérstaklega takist lögfræðingaher þeirra ekki að forða þeim frá langri fangelsisvist.
Ekki er ólíklegt að samtöl manna yfir kokteilglösunum í snekkjuveislunni hafi snúist um ýmislegt annað en fasteignamarkaðinn og framtíð hans.
![]() |
Mættu ekki í veisluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2011 | 16:59
Góða veislu gjöra skal
Tchenguizbræðurnir sem voru stærstu og mestu skuldarar við Kaupþing og reyndar skulduðu þeir þar svo háar fjárhæðir, að enginn venjulegur maður skilur þær og er það líklega skýringin á því að lánin voru svo mikil, að hvorki þeir né Kaupþingsmenn hafi í raun botnað upp eða niður í því sem þeir voru að gera.
Bræðurnir hafa boðað til mikillar veislu í kvöld um borð í snekkju sinni, ef það orð nær þá yfir farkostinn, sem liggur nú við festar i Cannes í tengslum við mikla ráðstefnu fasteignabraskara víða að úr veröldinni. Breska fjármálasvikalögreglan var að vísu svo ósmekkleg að handtaka bræðurna ásamt fyrrum framámenn í Kaupþingi í tengslum við lánaruglið úr þeim bankanum til bræðranna í gær og setti veisluna góðu þar með í mikið uppnám, en vonandi verður þessi ósvífni löggunnar ekki til þess að eyðileggja ánægjuna alveg fyrir bræðrunum og þeim bröskurum sem til hennar var boðið.
Í fréttinni er vitnað til "fyrrverandi" lögmanns bræðranna, sem út af fyrir sig er athyglisvert, því reikna skyldi með að þeir hefðu einhvern "núverandi" í sinni þjónustu, en burt séð frá því var eftirtektarvert hvað sá fyrrverandi sagði, en það var m.a. þetta: "Sarosh Zaiwalla, fyrrverandi lögmaður Tchenguiz-bræðranna, sagði við Bloomberg að bræðurnir hafi tapað miklu fé á falli Kaupþings. Sagði Zaiwalla, að hefðu bræðurnir gert sér grein fyrir því hvert stefndi hjá Kaupþingi hefðu þeir getað leitað annað um fyrirgreiðslu. Því telji þeir sig eiga skaðabótakröfu á hendur bankanum."
Bankinn ekki síst á hausinn vegna viðskiptanna við bræðurna og rannsóknir íslenskra og breskra saksóknara beinast einmitt ekki síst að þessum viðskiptum og hafi þau ekki verið fullkomlega lögleg, eins og flest bendir til, hljóta það að vera kröfuhafar Kaupþings sem eiga skaðabótakröfu á þá bræður ásamt ráðamönnum Kaupþings, sem lánuðu þeim ótrúlegar upphæðir, jafnvel án nokkurra trygginga.
Samkvæmt þessu eru viðbrögð við rannsóknum, handtökum og skaðabótakröfum vera nákvæmlega eins, hvort sem um íslenska eða breska lánasukkara og bankaþrjóta er að ræða.
![]() |
Veislunni í Cannes ekki aflýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)