Icesaveskattar

Nýlega ræddi Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, þær hugmyndir sínar að setja á fót atvinnubótavinnu við vegagerð, þ.e. að setja aukalega sex milljarða króna til flýtiframkvæmda við ýmsa vegi, t.d. Suðurlandsveg og Vesturlandsveg að Hvalfjarðargöngum. Sá böggull átti þó að fylgja skammrifi að ríkissjóður átti alls enga peninga til að leggja í þessar framkvæmdir og því tilkynnti Ögmundur að leggja þyrfti nýja skatta á bifreiðaeigendur til að standa undir framkvæmdunum.

Eftir að 45 þúsund manns hafði skrifað undir mótmæli við þessari nýju og auknu skattheimtu á aðeins einni viku, tilkynnti Ögmundur með þjósti að ef almenningur væri ekki tilbúinn til að taka á sig þessa nýju skatta, þá yrði ekkert úr þessum viðbótarframkvæmdum, enda ríkissjóður algerlega peningalaus og gæti ekki séð af einni krónu í verkefnið og hvað þá sex milljörðum.

Nú virðist Alþingi ætla að samþykkja að geiða nýjar ólögvarðar skuldbindingar að upphæð 55-60 milljarða króna a.m.k., ásamt ábyrgð á nokkur hundruð milljörðum til viðbótar sem gætu fallið á íslenska skattgreiðendur ef allt fer á verst veg. Miðað við það frumvarp sem stendur til að samþykkja verður viðbótarskattlagning á Íslendinga þó aldrei lægri en sem nemur þessum 50-60 milljörðum króna, sem borga skal á næstu sex árum.

Enginn Alþingismaður og hvað þá ráðherra hefur útskýrt fyrir greiðendunum, þ.e. skattgreiðendum, hvaða skatta á að leggja á í þessu skyni eða hverjir af eldri sköttunum verða hækkaðir til að standa undir þessum gríðarlegu viðbótarútgjöldum á næstu sex árum.

Engin útgjöld má samþykkja úr ríkissjóði nema gera grein fyrir tekjunum sem afla þarf til að standa undir þeim. Ríkisstjórnin og þeir stjórnmálamenn sem ætla að samþykkja skattaþrældóminn vegna Icesave skulda þeim sem ætlast er til að þræli fyrir þessu, upplýsingar um þær skattahækkanir sem framundan eru vegna Icesave.

Steingrímur sagði um daginn í framíkalli í þinginu að lægra þrep virðisaukaskattsins (matarskattsins) væri eini skatturinn sem ekki hefði verið hækkaður í tíð núverandi ríkisstjórnar, en margir nýjir hafa einnig bæst við. Sennilega dygði ekki að tvöfalda matarskattinn til að standa undir greiðslu fjákúgurnarkröfunnar frá Bretum, Hollendingum og ESB.

Munu Íslendingar þurfa hugsa um Breta, Hollendinga, ESB og íslenska Alþingismenn með hryllingi í hvert sinn sem þeir stinga upp í sig matarbita í framtíðinni.


mbl.is Vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband