Jón Gnarr til skammar eins og venjulega

Ekki þurfti að spyrja að því að um leið og Jón Gnarr stígur á erlenda grundu, þá þurfa Reykvíkingar að byrja að skammast sín fyrir að hann skuli gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík.

Ekki bætir Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi og samstarfsmaður Jóns, um betur, heldur bætir í skömmina með óviðeigandi ummælum um stjórnmálin í gistilandi þeirra félaga um þessar mundir, Írland.

Samkvæmt fréttinni hrutu eftirfarandi molar úr munni þeirra félaga: "Írar ganga nú til þingkosninga og segir Einar Örn í samtali við blaðið að ef marka megi auglýsingaspjöldin vegna kosninganna sé lítil sköpun í stjórnmálunum á Írlandi.Athygli vekur að Jón tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórn VG og Samfylkingar með þeim orðum að hún hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem hún eigi skilið fyrir viðleitni sína til að rétta þjóðarskútuna af eftir fjármálahrunið."

Fram að þessu hefur það ekki þótt viðeigandi og alls ekki fyndið að vera með opinberar yfirlýsingar um stjórnmálaflokka og kosningabaráttu þeirra í opinberum heimsóknum erlendra fulltrúa og í anda smekkleysunnar bætir svo Jón Gnarr við lélegum brandara um ríkisstjórn Samfylkingar og VG, sem vonlaust er að reikna með að erlendir aðilar skilji.

Einu er algerlega hægt að treysta í sambandi við Jón Gnarr og félaga.  Hvar sem þeir koma eru þeir sjálfum sér og Reykvíkingum til háborinnar skammar. 


mbl.is Jón Gnarr í Dublin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfir í aurana, en kastar krónunum

Atli Gíslason, þingmaður VG, vill skipa 25menningana, sem talið er að hafi fengið flest atkvæði í ólöglegu stjórnlagaþigskosningunum, í stjórnlagaráð sem á að verða ráðgefandi fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskránni. Skýringin er sú að Atli vill ekki eyða mörg hundruð milljónum króna í nýjar kosningar og einnig verðir hægt að spara háar fjárhæðir með því að nýta aðstöðu Alþingis í sumar fyrir fundi þessa ráðgjafaráðs.

Í fréttinni er hins vegar haft eftir Atla: "Tilgangurinn er að breyta stjórnarskránni og menn eru almennt um það að það þurfi að endurskoða stjórnarskrána. Sú vinna er 90-95% búin. Það liggja fyrir tillögur frá fyrri stjórnarskrárnefndum, bæði um auðlindirnar og sitthvað fleira. Það er hlutverk forsætaembættisins og eitt og annað sem þarf að skoða betur. Það er búið að vinna óhemju vinnu í stjórnarskrárbreytingum allt frá árinu 2001, ef ég man rétt. Síðan komu fram tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslur og fleira á vorþingi 2009. Hugmyndir liggja fyrir að mjög miklu leyti. Það er hægt að moða úr þeim."

Ekki er ástæða til að rengja Atla með að 90-95% vinnunnar við endurskoðun stjórnarskrárinnar sé þegar búin og að aðeins sé eftir að ganga frá nokkrum atriðum, enda búið að vinna við þessar breytingar frá árinu 2001, ef Atli man rétt.  Með þessar staðreyndir í huga, er alveg með ólíkindum að nokkrum skyldi yfirleitt detta í hug að eyða hundruðum milljóna í stjórnlagaþing, sem síðan stendur til að breyta í stjórnlagaráð.

Þetta kallar maður að spara eyrinn en kasta krónunni.  Auðvitað var ekki við öðru að búast af þessari endemis klúðursstjórn, sem landið er svo ólánssamt að hafa hangandi yfir sér um þessar mundir. 


mbl.is Atli: Horfi bara í aurana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband