Fyrsta ríkisstjórnin til að svíkja eigin samninga

Einn harðasti stuðningsmaður Samfylkingarinnar í gegn um tíðina, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, virðist algerlega umpólaður gagnvart fyrrum samstarfsfólki sínu og nú orðið gagnrýna fáir ríkisstjórnina eins harkalega og einmitt hann.

Gylfi hefur látið þau orð falla að það sé alveg nýtt að ríkisstjórnir svíki ítrekað gerða samninga við aðila vinnumarkaðarins, en það hafi "norræna velferðarstjórnin" gert nánast undantekningalaust um leið og undirskriftir ráðherranna hafa þornað á pappírunum sem þeir undirrituðu.

Undanfarna áratugi hafa ekki verið gerðir neinir kjarasamningar án aðkomu og þátttöku ríkisstjórna og fram að þessu hefur verið hægt að treysta þeim samningum sem ráðherrar hafa lagt nafn sitt við.

Öryrkjabandalagið og samtök aldraðra hafa einnig marg lýst óánægju sinni með núverandi svikaríkisstjórn og formaður ÖÍ hefur bent á að kjör þeirra sem þurfa að reiða sig á bætur frá hinu opinbera hafi aldrei verið verri en einmitt nú og hafi farið síversnandi frá því að sú norræna komst til valda.

Það er athyglisvert að formaður ÖÍ sem hefur verið dyggur félagi í Vinstri grænum og forseti ASÍ, Samfylkingarmaðurinn, virðast báðir sakna sárt þeirra tíma þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við stjórnartaumana, enda var þá hægt að treysta stjórnvöldum landsins til að standa við gerða samninga.


mbl.is Kjarabótunum fórnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband