Skemmdarverk á lífeyriskerfinu

Skattabrjálæði Steingríms J. og ríkisstjórnarinnar tekur á sig ýmsar og ótrúlegar myndir og þó af nógu sé að taka í þeim efnum, er líklega skammsýnasta og versta tillagan af þeim öllum að ætla að skerða séreignalífeyrissparnaðinn um 50% í þeim eina tilgangi að ná fram duldri skattahækkun á almenning.

Fram til þessa hafa launþegar haft leyfi til að leggja 4% af tekjum sínum í séreignarlífeyrissjóð og þá fengið 2% framlag á móti frá atvinnurekanda og ekki þurft að greiða skatt af þessum sparnaði fyrr en hann er nýttur til framfærslu, eða hvers sem er, eftir að launþeginn verður sextugur að aldri.

Nú á að skera þennan besta sparnað sem í boði er niður um helming í þeim eina tilgangi að reyna að leyna skattahækkun á almenna launþega í landinu.

Fulltrúar atvinnulífsins, launþegar og raunar allt þjóðfélagið hlýtur að mótmæla þessari aðför að besta sparnaðarformi landsmanna.


mbl.is „Mjög skammsýnisleg ráðstöfun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband