Ríkisstjórnin féll, en náði að rísa upp á hnén

Kristrún Heimisdóttir, núverandi og fljótlega fyrrverandi aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur verið innsti koppur í búri Samfylkingarinnar frá stofnun hennar og hefur því ýmistlegt séð og heyrt þar innanbúðar í gegn um tíðina.

Enginn getur því efast um að lýsing hennar á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, sem fram fór í gærkvöldi, er sönn og rétt og mat hennar sé óbrigðult, þegar hún lýsir því að ríkisstjórnin hafi í raun fallið á fundinum og formennska Jóhönnu sé nú aðeins til málamynda fram á vorið.  Eftirfarandi lýsing Kristrúnar af fundinum er algerlega sláandi: 

"Klukkan hálf níu var svo komið að forysta og ríkisstjórn væru að falla á fundinum líka og fór um marga föla fyrirliða. Það þurfti ræðu Árna Páls til bjargar og höfðu þó allar hvellandi básúnur Össurar og annarra sjálfskipaðra yfirkonfrensráða glumið yfir salinn og hótunum verið beitt á jafnt á ungliða sem eldri borgara. Tillaga um aukalandsfund í vor til kjörs á nýrri forystu hlaut afgreiðslu. Ný forysta verður væntanlega kosin í vor. Þá kemur flokksstjórn aftur saman í janúar til að krefjast stefnu og stjórnfestu í stað fyrirhugaðs mánaða flöskustúts á Arnarhóli um á hvaða ráðherrum í hlutastörfum og hvernig ýmis helstu þjóðarhagsmunamál lendi s.s. efnahags- atvinnu-, auðlinda- og nýsköpunarmál."

Jóhanna og Steingrímur sögðu bæði að hrossakaup undanfarinna daga hafi ekki bara styrkt flokkana sjálfa, heldur ríkisstjórnina sjálfa og því meiri sem deilurnar væru innan flokkanna og á milli þeirra, því sterkari yrði ríkisstjórnarsamstarfið.

Þessar yfirlýsingar þeirra sýna best hversu gjörsamlega raunveruleikafirrt þetta fólk er orðið og að enn brýnna sé að skipta um fólk í brúnni.  Það á ekki eingöngu við um stjórnarflokkana heldur ríkisstjórnina sjálfa.

Því fyrr sem slíkar breytingar verða, því betra verður hvort tveggja fyrir þjóðina. 


mbl.is Ríkisstjórnin og forystan nær fallin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband