Læknar á heimsmælikvarða

Tölvustýrt staðsetningartæki var í dag tekið í notkun á Heila- og taugaskurðlækningadeild Landsspítalans í Fossvogi og var það gjöf frá Arion banka, en slíkt tæki kostar um tuttuguogfimmmilljónir króna.

Fréttin vekur ýmsar hugrenningar um heilbrigðismálin í landinu, en stór hluti hátækninnar á sjúkrahúsunum hefur verið fjármögnuð með gjöfum frá einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum, en nánast allt sem ríkið hefur sjálft átt að fjármagna hefur yfirleitt setið á hakanum og nægir þar að benda á viðhald þess húsnæðis sem Landsspítalinn rekur starfsemi sína í vítt og breitt um borgina.

Starfsfólk heilbrigðiskerfisins er hins vegar fyrsta flokks og vinnur sína vinnu vel og samviskusamlega, þrátt fyrir sífelldan niðurskurð og "hagræðingu" í mannahaldi. Hér er hægt að fullyrða að starfsfólk Heila- og taugaskursdeildar Landspítalans er algerlega á heimsmælikvarða og þá ekki síst læknarnir, sem margir hverjir eru meðal þeirra allra bestu á sínu sviði í veröldinni.

Í slíka sérfræðinga verður að halda með öllum ráðum og niðurskurður og "sparnaður" í kerfinu má alls ekki verða til þess að flæma þessa þekkingu, getu og færni úr landi og til þeirra landa sem kunna að meta þetta fólk.


mbl.is Bylting í heilaskurðlækningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband