Mannleg niðurlæging eins og hún gerist verst

Innbrot og þjófnaðir eru hvimleiðar gerðir og ekki síður skaðlegar og kostnaðarsamar fyrir þá sem fyrir þeim verða.

Slíkir glæpir eru oft framdir af fíklum sem leita verðmæta til að fjármagna neysluna, en upp á síðkastið hafa skipulagðir glæpir verið að skjóta æ fastari rótum í þjóðfélaginu, eins og sjá má af raðinnbrotum í íbúðir, fyrirtæki og verslanir, að ekki sé talað um einstaka þrautskipulögð innbrot í skartgripaverslanir og fleiri staði, þar sem mikil verðmæti er að finna.

Innbrotið í höfuðstöðvar Heimilishjálparinnar í Reykjanesbæ ber allan svip af því að fíkill hafi verið þar á ferð, enda litlu stolið öðru en tölvu sem allta finnast kaupendur að og reyndar virðast einhverjir óprúttnir aðilar hreinlega gera pantanir til fíklanna um ákveðna hluti, sem auðvelt er að koma í verð.

Einnig beinir þetta innbrot athyglinni að því, enn einu sinni, hve kæruleysi um afritun tölvugagna virðist vera algengt í þjóðfélaginu, því oftar en ekki er mesta tjónið við tölvustuld hvarf gagnanna sem í henni eru geymd og engin afrit eru til af.

Eins algengir og tölvuþjófnaðir eru orðnir er kæruleysið með afritatökur þeim mun furðulegra.


mbl.is Vonast eftir tölvugögnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband