Óþörf þjóðaratkvæðagreiðsla

Hagsmunasamtök heimilanna leggja nú hart að þingmönnum að þeir leggi fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurfellingu skulda heimilanna og afnám verðtryggingar á lánum.

Eins og maður er nú fylgjandi auknu lýðræði og þátttöku almennings í stefnumörkun í stærri málum, þá er alveg óhætt að leggja til að þær tvöhundruðmilljónir króna, sem kostar að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, verði sparaðar og notaðar frekar til að styrkja heilbrigðiskerfið, sem er í brýnum fjárhagsvanda.

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál er algerlega fyrirséð, þar sem ekki er líklegt að nokkur einasti kjósandi myndi segja nei við því að fá lækkaðar skuldir sínar, hvort sem til þeirra var stofnað af fyrirhyggju, eða algeru fyrirhyggjuleysi og jafnvel ævintýramennsku eins og raunin var í sumum tilfellum.

Svo mikið er búið að útmála og sverta verðtrygginguna, að niðurstaða í því máli er jafn fyrirséð, jafnvel þó vaxtaokrið í landinu yrði í kjölfarið meira en nokkru sinni fyrr, enda ólíklegt að lánastofnanir muni lána fé í stórum stíl með neikvæðum vöxtum til langs tíma, enda færu þær fljótlega á hausinn með því móti.

Kannski myndi það að vísu leysa skuldavandann, því enginn gæti þá tekið lán framar og myndi því aldrei lenda í vandræðum með afborganir, vexti eða verðtryggingu þeirra vegna.


mbl.is Fundað um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband