Skattlaus ESBáróður?

Steingrímur J. hefur lagt fram frumvarp um að IPA-styrkir ESB skuli undanþegnir öllum sköttum og öðrum opinberum gjöldum hér á landi enda krafa ESB að ekki megi ein króna af slíkum styrkjum renna í sameiginlega sjóði viðtkökulandsins.

Í fréttinni segir um þetta mál m.a:  "Einnig kemur fram að í samningnum frá júlí sl. sé gerð krafa um að IPA-aðstoð renni óskipt til þeirra verkefna sem henni er ætlað að styðja en ekki til greiðslu skatta, tolla eða annarra gjalda af sambærilegum toga."

Ekki kemur skýrt fram í fréttinni hvort starfsfólk, sem vinna mun að ESB-áróðri hér á landi og fá laun sín greidd af þessu styrktarfé, verði undanþegið tekjuskatti og tryggingagjaldi sem standa verður skil á til ríkissjóðs af allri annarri vinnu í landinu.

Þó þetta skattleysi IPA-styrkþega komi ekki skýrt fram í þessari frétt, herma aðrar fréttir að þetta starfsfólk eigi að vera undanþegið öllum tekjusköttum og verði því eins og hver annar aðall á miðöldum, sem leit á sig sem æðri stétt og algerlega yfir almenning hafinn.  Á þann almenning leit þessi yfirstétt sem vinnudýr sem fullgóð væru til að greiða skatta og gjöld til þess að halda uppi þessum "æðri" stéttum.

Sé eitthvað til í því að hálaunaðir ESB-áróðursmeistarar eigi að vera undanþegnir opinberum gjöldum vegna vinnu í þágu erlendrar yfirstéttar hlýtur almennur skattgreiðandi á Íslandi að senda "norrænu velferðarstjórninni" skýr skilaboð um að slík mismunun verði aldrei þoluð. 


mbl.is Frumvarp um IPA-skattleysi lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklar rannsóknir, en engar ákærur

Nú eru liðin rúm þrjú ár frá bankahruni og um það bil tvö og hálft síðan embætti Sérstaks saksóknara komst í fullan gang við rannsókn þeirra saknæmu athafna banka- og útrásargengjanna sem taldar eru aðalorsakavaldur kollsteypunnar.

Margir hafa verið settir í gæsluvarðhald á rannsóknartímanum, þar á meðal helstu stjórnendur Kaupþings, en engar ákærur hafa þó komið fram ennþá í neinu máli sem einhverju skiptir varðandi það sem kallað hefur verið "bankarán innanfrá".

Í dag hafa nokkrir verið handteknir og yfirheyrðir varðandi rekstur Glitnis og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Mun þessi rannsókn m.a. snúa að alls kyns vöndlum, vafningum og snúningum með hlutabréf í bankanum á síðustu mánuðum hans.

Í Glitni eins og Kaupþingi og Landsbankanum var ýmsum brögðum beitt til að halda uppi verðum á hlutabréfamarkaði og þá í þeim tilgangi að fela raunverulega stöðu bankanna og blekkja þar með almenna kaupendur hlutabréfa á þeim tíma og ekki síður erlendar fjármálastofnanir og matsfyrirtæki.

Mikillar óþreyju er farið að gæta vegna þess hve seint gengur að koma málum banka- og útrásargengjanna til dómstóla, en vonandi fara málin að komast af stað fljótlega.


mbl.is Lárus Welding í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Evrópa er í tilvistarkreppu"

Nánast hver einasti maður, sem ekki tengist Samfylkingunni á Íslandi, veit og skilur að gríðarleg vandamál steðja að fjárhagslegum stöðugleika ESBríkja og skulda- og bankakreppan í Evrópu er svo mikið vandamál að óvíst er hvort sambandið muni lifa þær hormungar af og þá ekki síður evrusamstarfið.

Þýskaland og Frakkland hafa alla tíð verið burðarásar ESB og jafnvel Samfylkingarfólk ætti að leggja við hlustir þegar ráðamenn þeirra landa tjá sig um vandamálið.  Sérstaklega ætti að lesa vandlega eftirfarandi úr meðfylgjandi frétt:

"Utanríkisráðherra Frakklands, Alain Juppe, segir að fjármálakreppan í Evrópu veki upp spurningar um hvort Evrópusambandið lifi af. „Evrópa er í tilvistarkreppu," segir Juppe í viðtali við vikuritið L'Express í dag. Hann segir ástandið vekja upp spurningar um stöðu Evrópusambandsins, ekki bara þróun þess síðustu tuttugu ár frá gerð Maastricht samkomulagsins heldur allt frá stofnun þess."

Það verður að teljast mikil þráhyggja af hálfu Samfylkingarinnar að neita að viðurkenna þau vandamál sem að ESB steðja og vilja með öllum ráðum reka eina ráherrann úr ríkisstjórninni, sem virðist hafa skilning á stöðunni.  Ekki er síður merkilegt að fylgjast með því að forystumenn VG skuli tilbúnir til að samþykkja þann brottrekstur.

Þó ekki væri nema vegna vandamálanna í ESB, ætti að sjálfsögðu að fresta öllum viðræðum um innlimun Íslands í stórríkið væntanlega, a.m.k. um nokkur ár. 


mbl.is Óttast framtíð ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband