23.11.2011 | 20:35
ASÍ sakar ríkisstjórnina um svik, meiri svik og síendurtekin svik
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er og hefur lengi verið eindreginn stuðningsmaður Samfylkingarinnar og í Miðstjórn ASÍ sitja með honum fleiri sem stutt hafa stjórnarflokkana dyggilega í áranna rás.
Því verða það að teljast mikil tíðindi að Gylfi og stofnanir ASÍ skuli margendurtekið senda frá sér gagnrýni og ásakanir á hendur ríkisstjórninni fyrir svik við launafólk og eftir því sem tímar hafa liðið, hefur orðalagið á skeytasendingunum orðið harðorðari og í samþykkt ASÍ frá í dag er ekki töluð nein tæpitunga um svikaríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J.
Nægir að vitna í nokkrar setningar úr ályktun ASÍ því til staðfestingar:
"Það þýðir að atvinnuleysisbætur hækka aðeins um 3,5% eða 5.500 kr en ekki 11.000 kr. Ríkisstjórnin sem kennir sig við velferð ætlar þannig ekki aðeins að svíkja eigin loforð heldur einnig snupra þá sem lökust hafa kjörin í okkar þjóðfélagi."
"Þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir og mótmæli verkalýðshreyfingarinnar ætlar ríkisstjórnin að halda til streitu svokölluðu þriggja mánaða sveltitímabili langtímaatvinnulausra."
"Þetta er ómanneskjuleg framkoma sem minnir helst á hreppaflutninga fyrr á öldum. Ríkið firrar sig ábyrgð og vísar atvinnuleitendum á framfærslu annarra."
"Það er verið að lækka framfærslu þúsunda Íslendinga. En að sjálfsögðu bara þeirra sem hafa starfað á almennum markaði. Opinberir starfsmenn halda sínu að fullu, sem fyrr."
"Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar alfarið síendurteknum árásum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á íslenskt launafólk."
Stuðningsmenn "velferðarstjórnarinnar" hafa ráðist á ýmsa gagnrýnendur hennar og sakað þá um rangfærslur og ósanngirni, þó vægara orðalag væri notað en þarna er gert.
Ályktun ASÍ lýkur með hótun um harkalegar aðgerðir gegn ríkisstjórninni láti hún ekki af svikum sínum á þeim skriflegu samningum sem hún hefur gert vegna hækkana til þeirra sem enga framfærslu hafa aðra en af bótum frá hinu opinbera.
Ekki er hægt annað en að taka undir með Miðstjórn ASÍ þegar hún segir að hlálegt sé af ríkisstjórninni að kenna sig við velferð.
![]() |
ASÍ segir stjórnina ráðast á réttindi launafólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.11.2011 | 14:50
Kaupæðið heldur áfram
Nýja flugfélagið WOW hóf að selja farmiða á netinu í hádeginu í dag og þó áætlunarflugið eigi ekki að hefjast fyrr en eftir nálægt því hálft ár nánast hrundi bókunarkerfið vegna álags, en allt að fimm hundruð manns reyndu að tengjast því á hverri sekúndu á fyrstu klukkustundunum.
Líklega er WOW þó ekki flugfélag frekar en Iceland Exprss, heldur eingöngu farmiðasali, en eftir sem áður ber að fagna allri samkeppni á flugleiðunum til og frá landinu, enda eina tryggingin fyrir lágu verði á flugmiðum.
Þessi gríðarlega ásókn inn á bókunarkerfi félagsins, strax á fyrstu mínútunum og klukkustundunum minnir mikið á örtröðina sem myndaðist í Smáralind þegar verslunin Lindex opnaði, en þá seldist sex vikna vörulager upp á tæpum þrem dögum.
Án þess að vera með neina svartsýni vegna þessa nýja félags, má benda á að margir létu glepjast til að kaupa farmiða með IE til Bandaríkjanna með margra mánaða fyrirvara, en sitja nú uppi með sárt ennið vegna fyrirvaralausrar stöðvunar á Ameríkuflugi IE.
Íslendingar hafa lengi verið þekktir fyrir kaupæði sitt og bæði opnun Lindex og bókunarvefjar WOW sýna svart á hvítu að þar hefur engin breyting orðið á.
![]() |
Álag á vefsíðu WOW |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)