Framtíðarleiðtogi þjóðarinnar

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem nú stendur yfir, einkennist af samheldni, styrk og baráttuanda, sem mun smitast út í þjóðfélagið og skila flokknum stórauknu fylgi í næstu kosningum. Vonandi verða þær kosningar fljótlega, því ótækt er að leggja þá ánauð á þjóðina að þurfa að sitja uppi með ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms fram á mitt ár 2013.

Í bland við umræður og afgreiðslur stefnumála, héldu fyrrverandi formenn flokksins frábærar ræður, hvor með sínum stíl og síðar fluttu frambjóðendur í formannskjöri mál sitt fyrir troðfullum sal Laugardalshallarinnar.

Bjarni Benediktsson talaði eins og góðum stjórnmálamanni og foringja sæmir, en með ræðu sinni sannaði Hanna Birna Kristjánsdóttir að hún ber höfuð og herðar yfir alla sem að stjórnmálum koma í landinu um þessar mundir. Ræða hennar var afar yfirgripsmikil og tók á öllum helstu málum sem brunnið hafa á almenningi undanfarin ár og ríkisstjórninni hefur algerlega mistekist að greiða úr.

Bæði fór hún vel yfir þjóðmálin í heild, ásamt því að ræða stöðu, stefnu og framtíðarmarkmið Sjálfstæðisflokksins og sannarlega átti hún hvert bein í landsfundarfulltrúum, sem fögnuðu henni heitt og innilega með margendurteknu lófataki og hvað eftir annað risu áheyrendur á fætur til merkis um fögnuð sinn vegna boðskapar hennar.

Ólöf Nordal hélt síðan sköruglega ræðu til að minna á framboð sitt til varaformanns og fékk hún einnig geysigóðar viðtökur funarmanna við boðskap sínum til fundarins.

Eftir ræðu Hönnu Birnu á fundinum, til viðbótar við það sem hún hefur sýnt með störfum sínum fram til þessa, verður öðru varla trúað en að hún muni verða kjörin næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og þar með framtíðarleiðtogi þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn gæti litið stoltur til framtíðarinnar með Hönnu Birnu sem formann og Ólöfu í varaformannsembættinu.

Ekki síður mætti þjóðin verða stolt og ánægð með slíka leiðtoga á Alþingi og í ríkisstjórn.


mbl.is Stjórnin sér háa skatta í hillingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skortsala í tuskubúðum

Gríðarlegur skortur hefur verið í landinu á ýmsum tuskum sem nauðsynlegar eru til að hylja nekt og verjast kuldatíðinni sem geysað hefur í landinu undanfarnar vikur, eins og sannaðist eftirminnilega þegar versluninni Lindex tókst að fá heilan skipsfarm af ýmsum tuskuvarningi til landsins nýlega.

Skipsfarmurinn seldist upp á þrem dögum, eftir örvæntingarfulla baráttu viðskiptavina um varninginn, en til allrar hamingju tókst eigendum verslunarinnar með ótrúlegri útsjónarsemi að ná nokkru magni fatnaðar til landsins á ný, þannig að enn hefur skapast örtröð langþurfandi fataleysingja á staðnum, enda óvíst hvort nokkur fatnaður muni fást í landinu næstu mánuði eða misseri.

Heyrst hefur að skortur sé á fleiri nauðsynjavörum og því skyldi fólk ekki taka áhættu á að bíða með að kaupa upp alla hugsanlega vörulagera sem hugsanlega gætu leynst í skúmaskotum verslana í landinu.

Fyrstur kemur, fyrstur fær.  Málið er ekki flóknara en það, að sá sem ekki mætir fyrstur á það á hættu að líða áframhaldandi skort.


mbl.is Biðröð við mátunarklefana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband