Ekkert veit ég um.......

Ekkert veit ég um aflandsfélög ríkisbankanna fyrir einkavæðingu.

Ekkert veit ég um störf Gunnars Þ. Andersen í stjórnum aflandsfélaga Landsbanka Íslands á meðan bankinn var í ríkiseigu.

Ekkert veit ég um verksvið eða starfsemi aflandsfélaga ríkisbankanna fyrir einkavæðingu þeirra.

Ekkert veit ég um störf Gunnars Þ. Andersen hjá Fjármálaeftirlitinu.

Ekkert veit ég um rannsóknir FME á bönkunum eftir einkavæðingu þeirra og fram að hruni.

Það sem maður þykist þó vita, er að eftir einkavæðingu bankanna voru framkvæmd bankarán innanfrá og alls kyns starfsemi sem hlýtur að hafa verið algerlega löglaus eða siðlaus, nema hvort tveggja hafi verið.

Það eina sem maður veit nokkurn veginn fyrir víst, er að Eva Joly var búin að spá því að banka- og útrásargengin myndu vinna að því öllum árum að eyðileggja mannorð allra sem að rannsóknum málanna kæmu og ekki síður reyna að drepa orðspor allra stofnana réttarkerfisins á Íslandi sem að málunum myndu vinna.

Það eina sem liggur fyrir akveg kristaltært, er að Sigurður Guðjónsson, hrl., er helsti verjandi banka- og útrásargengjanna og hefur verið handbendi þeirra árum saman og því augljóslega einn þeirra sem beitt verður í baráttunni gegn sakfellingu gengjameðlimanna sem hruninu ollu.

Eðli málsins samkvæmt er rétt að fara varlega í að taka afstöðu til hæfis eða vanhæfis þeirra sem að rannsóknum sakamála vinna um þessar mundir.


mbl.is „Óheft mannorðsmorð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband