1.11.2011 | 15:53
Hvað segir Össur um þetta?
Ákvörðun Papandreos, forsætisráðherra Grikklands, að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um "björgunarpakka" ESB og AGS til handa Grikkjum, hefur valdið miklum úlfaþyt meðal evrópskra ráðamanna, eins og sjá má af ÞESSARI frétt, ásamt því að valda gífurlegum sviptingum á fjármálamörkuðum, eins og sjá má HÉRNA
Örvæntingin innan ESB eykst dag frá degi vegna skuldavanda evruríkjanna og þær raddir gerast æ háværari frá stöndugri ríkjum sambandsins, að "skussar" eins og Grikkir, Írar, Ítalir, Spánverjar og jafnvel fleiri þjóðir verði reknar úr evrusamstarfinu, en Hollendingar hafa lagt slíkt til og nú hafa Finnar lýst yfir stuðningi við slíkar refsiaðgerðir, eins og lesa má HÉR
Ekki heyrist hósti eða stuna frá íslenskum ESBgrúppíum vegna þessara vandamála og þá sjaldan að þaðan komi viðbrögð, þá eru þau einatt í þá átt að allt of mikið sé gert úr vandamálum ESB landanna og alveg sérstaklega evruþjóðanna og ekki eru margir dagar síðan Össur Skarphéðinsson lýsti því yfir enn og aftur að vandinn vegna evrunnar væri smávægilegur og ekkert til að hafa orð á. Að vísu lýsti Össur því yfir við Rannsóknarnefnd Alþingis "að hann hefði ekki hundsvit á efnahagsmálum", en það hefur þó ekki aftrað honum frá því að ræða vandamálin á allt öðrum nótum en Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði, stjórnmálamenn ESB landanna og fjöldinn allur af fræðimönnum á þessu sviði.
Öll vandamál, sem herja á Evrópu, munu herja á Ísland áður en yfir lýkur og því afar brýnt að úr rætist og ekki verði algert hrun í álfunni enda er hún okkar helsti útflutningsmarkaður. Það stafestur reyndar nauðsyn þess að dreifa áhættunni meira og efla og styrkja aðra markaði.
Það verður auðvitað ekki gert með inngöngu í þetta hrjáða og þjakaða bandalag.
![]() |
Grikkir valda glundroða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)