Áhugaverð þjóðaratkvæðagreiðsla

Georg Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um "björgunarpakka" ESB, sem inniheldur hundraðmilljarða evru lán og 50% afskrift banka á lánum sínum til gríska ríkisins.

"Björgunarpakkinn" er þó háður ýmsum skilyrðum, þar á meðal gríðarlegum niðurskurði ríkisútgjalda, uppsögn tugþúsunda ríkisstarfsmanna, hækkun lífeyrisaldurs, sölu ríkiseigna o.fl.

Almenningur í Grikklandi er vægast sagt afar ósáttur við efnahagstillögur ríkisstjórnarinnar og hefur mótmælt þeim kröftuglega og óeirðir hafa brotist úr í tengslum við mótmælin og verkföll verið boðuð ítrekað til að reyna að fá fram breytingar á niðurskurðartillögunum.

Hafni gríska þjóðin "björgunarpakkanum" vegna óánægunnar með skilyrðin sem honum fylgja, er líklegra en ekki að gríska ríkið verði gjaldþrota með öllum þeim ósköpum sem því mundi fylgja, ásamt ófyrirséðum afleiðingum fyrir evrusamstarfið. Samþykki hún hins vegar "pakkann" verður litið svo á að hún sætti sig þar með við efnahagstillögur stjórnarinnar og geti þá ekki mótmælt þeim lengur.

Þetta verður áhugaverð atkvæðagreiðsla og spennandi að sjá niðurstöðuna.


mbl.is Greiða þjóðaratkvæði um björgunarpakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli söngurinn um lögregluofbeldi

Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum nýtur lögreglan mikils trausts meðal almennings og Geir Jón Þórisson er almennt viðurkenndur sem sérstakt gæðablóð og mannasættir mikill.

Hins vegar bregst ekki að þegar lögreglan þarf að hafa afskipti af mótmælendum hefst söngurinn um lögregluofbeldi og mótmælendurnir þykjast alsaklausir af öllum mótþróa við þær skipanir sem Geir Jón og lið hans gefur þeim.

Það verður að segjast að útgáfa Geirs Jóns af því sem fram fór á Austurvelli í dag hljómar mun sennilegri en útgáfa mótmælendanna.


mbl.is Saka lögregluna um offors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband