Skríl og ofbeldisseggi verður að stöðva

Svokölluð "tunnumótmæli" eru fyrirhuguð við Alþingishúsið á meðan forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína og við umræður þingmanna um hana. Mótmæli voru einnig höfð í frammi við þingsetningu þann 1. október s.l. og því miður settu skríll og ofbeldisseggir ljótan svip á þann mótmælafund.

Í ljós hefur komið að einhverjir glæpamenn hafa mætt á staðinn með þann ásetning að slasa þingmenn á leið þeirra milli Alþingishúss og Dómkirkju og búið sig að heiman vopnaðir harðsoðnum eggjum, kartöflum og grjóti, en sá sem fyrir slíku verður, þegar kastað er af afli af stuttu færi, á á hættu að stórslasast og jafnvel láta lífið.

Athæfi slíkra skrílsmanna flokkast ekki undir neitt annað en skipulagðan ofbeldisglæp og hljóta yfirvöld að geta notað eftirlitsmyndavélar til þess að hafa uppi á þessum glæpalýð.

Vonandi heldur þessi lýður sig fjarri Austurvelli í kvöld og eyðileggur ekki réttmæt mótmæli gegn getuleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum heimila og atvinnulífs í landinu.

Heiðarlegir mótmælendur ættu að aðstoða lögregluna við að halda uppi röð og reglu á staðnum og jafnvel beita borgaralegum handtökum, verði þeir varir við að ofstopaskríll reyni að nýta tækifærið til glæpaverka sinna.


mbl.is Stilla upp tunnum á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband