Íslendingar eru heimsk og sturluð þjóð að mati Buiter's

Að mati Willem's Buiter, aðalhagfræðings Citigroup, eru Íslendingar bæði heimsk og st„Þetta var einskonar sameiginleg heimska, sem ég hef ekki séð í þróuðum löndum,"urluð þjóð sem hefði á undanförnum áratugum látið alla skynsemi fara lönd og leið.

Þetta sagði Buiter á ráðstefnunni í Hörpu, en í máli hans kom þetta fram m.a: "Þetta var einskonar sameiginleg heimska, sem ég hef ekki séð í þróuðum löndum."  Ennfremur ráðlagði hann þessari heimsku þjóð. Íslendingum" að ganga hið snarasta í ESB og leggja niður bæði seðlabankann og fjármálaeftirlitið, enda vonaðist hann til að upp yrði tekin sameiginleg fjármálastjórn og fjármálaeftirlit fyrir allt ESB, sem stjórnað yrði með harðri hendi frá Brussel.

Buiter lét þess reyndar getið að til þess að svo gæti orðið, yrði bæði ESB og evran að lifa af þær efnahagshörmunar sem hætta er á að setji allt evrópska kerfið í rúst og þá yrði auðvitað ekkert fyrir heimsku og sturluðu þjóðina hér á landi að sækja til ESB.

Eina spurningin sem vaknar í þessu sambandi er hvort eintómir heimskingjar hafi líka stjórnað fjármálum Evrópu og gjörðir þeirra hafi stafað af "sameiginlegri sturlun". 


mbl.is Sameiginleg sturlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband