2.10.2011 | 22:24
Skattgreiðendur taki ekki á sig skell vegna bankanna
Mótmælaalda er nú að rísa í Bandaríkjunum vegna þess að þar, eins og víðast annars staðar, hefur almenningur verið látinn taka á sig byrðar vegna fáránlegs reksturs bankanna undanfana áratugi, sem leitt hefur til þess að stór hluti þeirra er í raun gjaldþrota, en hefur verið bjargað frá falli með skattpeningum.
Sem betur fór datt íslensku ríkisstjórninni ekki í hug að reyna að bjarga íslensku bönkunum við hrun þeirra í október 2008, en láta mesta skellinn lenda á erlendum lánadrottnum þeirra, sem ausið höfðu fjármunum í þá án viðunandi trygginga, en líklega í þeirri trú að skattgreiðendur yrðu látnir taka á sig skellinn ef illa færi.
Kreppan og erfiðleikarnir í kjölfar bankahrunsins hefur orðið almenningi á Íslandi þungbær, en þó eru þeir erfiðleikar eins og hver annar barnaleikur, miðað við það sem orðið hefði, ef allur skellurinn hefði verið látinn falla á skattgreiðendur, eins og AGS og ESB eru nú að gera í Grikklandi og áður á Írlandi og munu gera í fleiri ESBríkjum, ekki síst evruríkjum.
Undarlegt er að almenningur í Evrópu skuli ekki vera risinn upp til varna gegn þessari bankavernd ríkisstjórnanna og því fagnaðarefni að bandarískur almenningur skuli vera að vakna og byrja að verjast sífelldum skattahækkunum í þágu einkabankanna.
Æ betur kemur í ljós hvílíkt gæfuspor setning neyðarlaganna var á sínum tíma.
![]() |
Ætla að halda áfram að mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.10.2011 | 16:15
Mikilmennskuþrá Ólafs Ragnars er þingræðinu stórhættuleg
Ólafur Ragnar Grímsson hefur sýnt það margoft í sinni forsetatíð, að hann túlkar stjórnarskrána eftir sínu eigin höfði og þá nánast undantekningalaust sjálfum sér í hag og ekki síður til að fullnægja óstjórnlegri hégómagirnd sjálfs sín og ekki síður þorsta í athygli og að vera miðpunktur umræðunnar hverju sinni.
Við þingsetningu í gær túlkaði hann tillögur svokallaðs stjórnlagaráðs um forsetaembættið á þá vegu að ráðið væri að leggja til að forsetaembættinu yrðu færð gífurlega aukin völd og það yrði forseta nánast í sjálfsvald sett hver yrði forsætisráðherra að loknum kosningum hverju sinni.
Eiríkur Bergmann, sem sat fundi svokallaðs stjórnlagaráðs, mótmælir þessari túlkun Ólafs Ragnars harðlega og aðspurður um þennan "viljandi misskilning" og hvort tillögurnar séu svo óskýrar, að hver geti túlkað þær eftir eigin höfði, segir hann í viðtali við mbl.is m.a: "Nei, tillögurnar eru mjög skýrar og ég veit ekki af hverju hann túlkar þetta svona. En almennt get ég sagt, og ekki endilega vegna ummæla forseta Íslands, að það eru örugglega ýmis öfl í stjórnmálunum sem vilja teygja og toga tillögur eins og þessar sér í hag, en ég er ekki viss um að það sé til hagsbóta fyrir íslenska þjóð á þessum tímapunkti að menn gangi langt í því. Tillögurnar eru mjög skýrar og óþarfi að afbaka þær í pólitískum hráskinnaleik í íslenskum stjórnmálaum. Íslensk þjóð á betra skilið en það."
Getur nokkur verið í vafa um það lengur, að nauðsynlegt sé að yfirfara og lagfæra allar tillögur um breytingar á stjórnarskránni og orða þær svo skýrt, að enginn hætta sé á því að menn með eins óstjórnlega mikilmennskuþrá og Ólafur Ragnar geti ekki mistúlkað þær að sínum vilja og í eigin þágu.
Íslensk þjóð á betra skilið en það að Ólafur Ragnar ráði túlkun stjórnarskrárinnar.
![]() |
Alþingi kýs forsætisráðherra án atbeina forseta Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.10.2011 | 02:54
Sammála því sem Ólína sagði ekki
Mbl.is vitnaði í bloggskrif, sem eignuð voru Ólínu Þorvarðardóttur, um ótrúlega yfirlýsingu lögreglufélagsins, þar sem afsökuð var varðstaða lögreglumanna við Alþingishúsið, þegar skríll og ofbeldislýður lét ýmsum óþverra rigna yfir þingmenn og ráðherra á leið þeirra milli þinghúss og kirkju við setningu þingsins.
Í pistlinum var þessi yfirlýsing lögreglufélagsins fordæmd og krafist afsökunarbeiðni frá félaginu vegna þeirra ummæla að lögreglumenn hefðu verið neyddir af yfirboðurum til þess að halda uppi röð og reglu á svæðinu, þrátt fyrir að slíkt sé einmitt starfsskylda þeirra, enda eitt aðalhlutverk lögreglunnar að halda uppi lögum og reglu í þjóðfélaginu og þar á meðal að vernda almenna borgara, jafnt sem embættismenn, fyrir óspektum og líkamsárásum óþjóðalýðs.
Það flaug í gegn um hugann við lestur fréttarinnar að nú væri runnin upp sú stund að hægt væri að vera sammála Ólínu Þorvarðardóttur í fyrsta skipti og slíkt myndi þá flokkast undir að vera bæði undur og stórmerki.
Skömmu síðar kom í ljós að bloggið var alls ekki ættað frá Ólínu, heldur allt öðrum aðila, þannig að nauðsynlegt er að biðjast afsökunar á því að hafa ranglega talið að hægt væri að vera samþykkur Ólínu um nokkurt atriði.
Innihald bloggfærslunnar umræddu stendur þó alveg fyrir sínu.
![]() |
Röng tilvitnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)