ESBinnlimunin kosningamál 2013?

Snatar Samfylkingarinnar í viðræðunum um innlimunarskilmálana fyrir því að Ísland verði gert að útnárahreppi í væntanlegu stórríki ESB segja í viðtali við Evrópsku fréttastofuna að eftirgjöfin í landbúnaðar- og fiskveiðimálum verði sett á dagskrá á miðju næsta ári.

Það er afar athyglisvert að flestar, eða allar, fréttir af gangi þessara mála skuli koma frá erlendum aðilum, annaðhvort kommisörum í Brussel eða fréttamiðlum, því ekki hafa samningasnatarnir og hvað þá húsbændur þeirra í Samfylkingunni látið svo lítið að upplýsa almenning á Íslandi um þær kröfur, ef einhverjar eru, sem settar eru fram af Íslands háflu í þessu innlimunarferli.

Ekki er ósennilegt að þetta upplýsingaleysi stafi af því að engar slíkar kröfur hafi verið mótaðar, enda er það ESB sem setur skilmálana en ekki þau ríki sem óska eftir beinni stjórnun Þýskalands og Frakklands á málefnum sínum og framtíð.

Veturinn 2012-2013 verður "kosningavetur" og þá er viðbúið að flest mál verði í "frosti", en tíminn innan og utan Alþingis fari í karp og málalengingar um alls kyns pólitísk efni, að ekki sé talað um atvinnumál og erfiðleika heimilanna, sem allt bendir til að verði þá ennþá óleyst, enda sýnir ríkisstjórnin hvorki vilja né getu til að leysa úr þeim málum.

Því miður er stórhætta á, að nauðsynjamálin verði látin sitja á hakanum fyrir tilgangslausu orðaskaki um innlimun í ESB eða áframhaldandi fullveldi Íslands.


mbl.is Allir kaflar opnaðir um mitt ár 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband