Afar fordæmisgefandi dómur Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur staðfest dóm undirréttar um að Sundi hf. (sem nú heitir reyndar Icecapital) geti ekki komið sér undan því að greiða þriggja milljarða króna lán sem félagið tók árið 2006 til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi.

Á árunum fyrir hrun léku mörg fyrirtæki og einstaklingar þann leik að taka milljarða króna kúlulán til kaupa á hlutabréfum í bönkunum, hirtu af þeim háar arðgreiðslur en reyna síðan að komast hjá því að greiða lánin og bera fyrir sig ýmsar afsakanir til að reyna að sleppa undan skuldbindingum sínum.

Þessi dómur Hæstaréttar er því geysilega mikilvægur og hlýtur að verða fordæmisgefandi fyrir önnur slík mál, sem eru fjölmörg, enda margir sem högnuðust gífurlega á arðgreiðslum af slíkum skuldsettum hlutafjárkaupum.

Vonandi verður ekkert gefið eftir í innheimtumálum af þessu tagi gagnvart eigendum og stjórnendum bankanna sjálfra, ásamt því að gengið verði að þeim vildarvinum þeirra sem hygla átti með þessum lánveitingum.


mbl.is Verða að standa við skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband