5.1.2011 | 20:20
Tveir þingflokkar VG
Eftir þingflokksfund VG í dag er orðið algerlega dagljóst að á vegum VG starfa tveir þingflokkar og engar sættir náðust á milli þingflokkanna tveggja, en ágreiningsmálin voru hins vegar kortlögð og skýrð.
Málefnastaða hvors þingflokks fyrir sig liggur þannig ljós fyrir og "órólega" deildin mun verja stjórnina vantrausti, en hafa ríkisstjórnina í gíslingu vegna ákveðinna mála, sem ríkisstjórnin hefur haft dálæti á, en villikettirnir verið alfarið á móti.
Þar ber hæst afstaðan til ESB, Icesave, AEG, sameiningu atvinnuvegaráðuneytanna og nokkur fleiri stórmál, sem ríkisstjórnin mun ekkert komast áfram með á næstunni, nema með sérstöku samkomulagi við "órólega þingflokkinn".
Ljóst er því orðið að ríkisstjórnin er orðin að minnihlutastjórn, sem varin er vantrausti af klofningsþingflokki VG. Sá nýji þingflokkur munvinna að nafninu til með "gamla" þingflokknum, en núverandi VG mun bjóða fram í ttvennu lagi í næstu þingkosningum.
Sameiningartilraunir vinstri manna munu því ekki enda með einum stjórnmálaflokki, eins og upphaflega var stefnt að, heldur a.m.k. þrem eða fleirum.
![]() |
Segir þingflokk VG styðja stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.1.2011 | 15:42
Steingrímur J. lemur hausnum við steininn
Allir vita að skattabrjálæði skilar sér alltaf í minni tekjum ríkissjóðs vegna þess að það er letjandi fyrir fólk og fyrirtæki að auka framkvæmdir og vinnu. Þetta er marg sannað og nú virðist jafnvel foringi skattabrjálæðinganna, Steingrímur J., vera farinn að viðurkenna þetta, þvert gegn ævilangri sjálfsblekkingu og pólitískri villutrú sem hann hefur prédikað alla sína ævi.
Þar sem Steingrímur J. er tiltölulega skynsamur maður veit hann þetta orðið, eins og aðrir, en honum reynist bara svo ótrúlega erfitt að viðurkenna það fyrir öðrum, þó hann sé farinn að viðurkenna staðreyndirnar fyrir sjálfum sér, en þó sýnir viðhangandi frétt að hann er byrjaður að mjaka sér út úr skápnum. Ætti það að vera öllum fagnaðarefni, enda er maðurinn fjármálaráðherra, illu heilli fyrir þjóðina.
Þó Steingrímur J. sé löngu farinn að sjá sannleikann um skattabrjálæðið er algerlega óvíst að hann og félagar hans læknist af því í bráð, enda svo helteknir eftir áratuga baráttu við sjúkdóminn, að ekki eru miklar líkur til að skattahækkanabrjálæðinu verði hætt svo lengi sem þessi fyrsta "hreina vinstir stjórn" er við völd í landinu og því eina ráðið að fá heilbrigt fólk að þessu leyti að landsstjórninni.
Eðlileg uppbygging efnahagslífsins mun ekki hefjast fyrr en þessi stjórn heyrir sögunni til.
Aldrei aftur vinstri stjórn.
![]() |
Skattalækkun eykur umsvif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)