4.1.2011 | 16:13
Nóg komið af skattahækkanabrjálæðinu
Allt bendir nú til þess að hinn breiði og þögli meirihluti landsmanna sé búinn að fá algerlega upp í kok vegna skattahækkanabrjálæðis ríkisstjórnarinnar og allra þeirra nýju skatta, sem Indriði H. og aðrir skattauppfinningamenn Steingríms J. hafa látið sér detta í hug að bæta ofan á alla gömlu skattaflóruna, sem þó var nógu fjölbreytt fyrir.
Fram til þessa hafa vegaframkvæmdir í landinu verið fjármagnaðar með sköttum af bifreiðaeldsneyti og dekkjum ásamt bifreiðasköttum allskonar og sættu bifreiðaeigendur sig við þessa innheimtu þangað til að fjármálaráðherrum datt í hug að taka hluta þessara eyrnamerktu skatta í annan rekstur ríkissjóðs, sem þannig hefur sífellt bitnað meir og meir á vegaframkvæmdum, en þær hafa að sjálfsögðu farið minnkandi í samræmi við þær upphæðir sem "stolið" er af vegafénu árlega.
Nú láta skattabrjálæðingar ríkisstjórnarinnar sér detta í hug að "stela" nánast öllu vegafé sem innheimt er með sköttunum af bifreiðaeigendum og ætla sér að skattleggja þá aftur með því að setja á vegatolla á öllum vegaslóðum í kringum Reykjavík og innheimta þannig tvöfalda vegaskatta af þeim bíleigendum sem búa sunnan- og vestanlands og láta sér detta í hug að keyra inn eða út úr höfuðborginni.
Á sólarhring hafa um tíuþúsund manns skráð sig á mótmælalista gegn þessu nýja skattaráni og sýnir það svart á hvítu, að fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er lengur og haldi svona áfram í nokkra daga í viðbót verður þetta með stærri undirskriftasöfnunum sem fram hafa farið. Ekki eru þó líkur á að ríkisstjórnin taki mark á skriflegum mótmælum þjóðarinnar. Hún hefur sýnt það, að á hana hrín ekkert nema risastórir og hávaðasamir útifundir.
Með áframhaldandi yfirgangi ríkisstjórnarinnar gegn þjóðinni, bæði með skattabrjálæðinu og tilrauninni til að gera Íslendinga að skattaþrælum útlendinga vegna Icesave, er stórhætta á að slíkir fundir geti farið að enda með skelfingu.
![]() |
Um 10 þúsund mótmæla veggjöldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
4.1.2011 | 14:08
Þetta er allt spurning um verklag, Steingrímur
Steingrímur J. segir aðeins eftir að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina um verklag vegna úrlausnanna um skuldavanda heimilanna, sem áttu að vera tilbúnar til framkvæmda þann 15. desember s.l., en hafa að sjálfsögðu ekki gert það, frekar en aðrar ráðstafanir stjórnarinnar sem hafa átt að vera tilbúnar "eftir helgi" eða a.m.k. "í næstu viku", eins og yfirleitt hefur verið tímasetning aðgerða sem stjórnin hefur boðað.
Steingrímur segir að þetta sé aðeins spurning um verklag, en það er auðvitað arfaslakt verklag að kynna aðgerðir til lausnar á einhvejum vanda í svo miklu flaustri og án almennilegs undirbúnings og vekja með því væntingar hjá fólki sem á í verulegum skuldavanda og hefur beðið eftir að ríkisstjórnin efni margítrekuð loforð um "verklag" til úrlausna fyrir fólkið, en hefur alltaf það "verklag" á loforðum sínum að efna þau aldrei, nema þá afar seint og illa.
Sama má segja um öll önnur verk ríkisstjórnarinnar, að þau eru eingöngu spurning um "veklag". Verklag hennar hefur verið með þeim ólíkindum að lengja og dýpka þá kreppu sem hrjáir þjóðfélagið, en ríkisstjórn með "verklagið" á hreinu stæði ekki í vegi fyrir hverskonar atvinnuuppbyggingu, heldur væri "verklagið" þvert á móti það, að gera allt sem mögulegt væri til að ýta undir aukna verðmætasköpun og stofnun nýrra og stækkun gamalla útflutningsfyrirtækja, en það er auðvitað eina leiðin út úr kreppunni og til eflingar lífskjaranna í átt til þess, sem áður var.
Þegar Steingrímur J. fer að skilja að allt snúist þetta um "verklagið" og breytir "verklagi" sínu og ríkisstjórnarinnar, fer vonandi að rofa til í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það gerist ekki með "verklagi" skattahækkanabrjálæðis.
![]() |
Bara spurning um verklag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)