31.1.2011 | 19:01
Ögmundur styður kvennakúgun
Þó ótrúlegu og stórkostlegu tíðindi hafa gerst, að Ögmundur Jónasson vill ekki samþykkja bann, en eins og allir vita eru Vinstri grænir ekki eins hrifnir af neinu og bönnum allskonar.
Það ótrúlega við þessa frétt er að með afstöðu sinni er Ögmundur að gefa kost á og styðja kúgun kvenna af erlendum (og reyndar innlendum) uppruna, sem væru svo óheppnar að vera giftar körlum sem, með hugarfari Ögmundar, myndu vilja þvinga þær til að klæðast búrkum, sem engu betri eru en strigapokar með gati til að gæjast út um, en þó með neti fyrir.
Sem betur fer á ekki að ríkja ráðherraræði hér á landi, heldur þingræði og því verður að reikna með að þingið samþykki svo sjálfsagðan hlut, eins og að banna svona kvennakúgun eins og hverja aðra. Kúgun og ofbeldi á ekki að líðast, hvorki gangvart komum eða körlum.
Ætli Ögmundur myndi ekki skipta um skoðun, ef hann yrði kúgaður til að ganga sjálfur í búrku í nokkra daga, að ekki sé talað um í nokkur ár.
![]() |
Vill ekki banna búrkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (87)
31.1.2011 | 13:34
Ráðherrum er alveg sama um hag skuldara
Í tilefni þess að Creditinfo Lánstraust hefur óskað eftir því að fá að halda skrá yfir þá sem þurfa að ganga í gegnum greiðsluaðlögun vegna óbærilegra skulda sinna, hefur persónuvernd margítrekað farið fram á umsögn Ögmundar Jónassonar, Innanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra, um málið og viðhorf þeirra til slíkrar opinberrar upplýsingaöflunar um þetta ógæfusama fólk.
Í fréttinni segir eftirfarandi um þær tilraunir Persónuverndar: "Við afgreiðslu málsins óskaði Persónuvernd ítrekað umsagnar félags- og tryggingamálaráðherra og síðar dómsmála- og mannréttindaráðherra og innanríkisráðherra um hvort það samrýmist markmiðum lagaákvæða um greiðsluaðlögun einstaklinga að upplýsingar um þessa einstaklinga verði unnar hjá Creditinfo Lánstrausti hf. Engin svör hafa borist."
Þessir tveir ráðherrar geta ekki sýnt fólki í fjárhagsvandræðum meiri fyrirlitningu og áhugaleysi um framtíðarhag þess. Hins vegar sýnir Persónuvernd að hún stendur undir nafni, þrátt fyrir ræfildóm ráðherranna, með því að banna þessa upplýsingasöfnun um fólk sem orðið hefur verst úti vegna skuldamála sinna, því nógu erfitt verður fyrir fólkið að ná sér aftur á strik fjárhagslega, þó ekki þurfi líka að glíma við afleiðingar þess að vera á skrá Creditinfo.
Ráðherrarnir Árni Páll og Ögmundur ættu að skammast sín fyrir áhugaleysi sitt á örlögum og afkomu þessa hluta þjóðarinnar. Reyndar hefur svo sem ekkert bólað á áhuga á afkomu annarra þjófélagsþegna heldur frá þessum ráðherrum eða ríkisstjórninni, enda ætti hún að vera farin frá fyrir löngu.
![]() |
Fær ekki að safna upplýsingum um greiðsluaðlögun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)