26.1.2011 | 20:50
Kjósa aftur eða hætta alveg við annars
Gunnar Helgi Kristinsson, álitsgjafi Samfylkingarinnar, lét hafa það eftir sér í kvöldfréttur RÚV að réttast væri að skipa þá 25 sem efstir urðu í hinum ólöglegu Stjórnlagaþingskosningum, í stjórnarskrárnefnd sem falið yrði að leggja tillögur að nýrri stjórnarskrá fyrir Alþingi.
Þetta er sama tillaga og Jóhanna Sigurðardóttir var búin að nefna sem eina af þeim leiðum sem til greina kæmu í stöðunni og því þarf engan að undra að Gunnar Helgi stingi upp á þessu líka, því hann myndi aðspurður um pólitísk málefni aldrei nokkurn tíma láta neitt frá sér, nema vera viss um að Jóhönnu líkaði við það.
Þar sem kosningarnar hafa verið dæmdar ólöglegar var enginn frambjóðendanna kosinn löglega til að fjalla um stjórnarskrána og því væri alger fjarstæða að tilnefna þá af Alþingi með lögum, eins og ekkert hefði í skorist og fara þannig í kringum Hæstaréttardóminn.
Það væri lítilsvirðin við þjóðina að fara slíkar bakdyraleiðir til að komast út úr klúðrinu sem ríkisstjórnin kom sér í með ótækum og óvönduðum vinnubrögðum við lagasetninguna um Stjórnlagaþingið og ekki síður framkvæmdina við kosningarnar.
Eigi að reyna aftur að koma á Stjórnlagaþingi, verður það ekki gert nema með nýjum og löglegum kosningum. Allt annað er lítilsvirðing við lýðræðið.
![]() |
Verði skipaðir í stjórnarskrárnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.1.2011 | 14:52
Jóhanna biðjist afsökunar og lausnar
Þjóðin á inni afsökunarbeiðni frá Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir sína hönd, ríkisstjórnarinnar og þeirra embættismanna sem önnuðust framkvæmd Stjórnalagaþingskosninganna, en á allri framkvæmdinni ber Jóhanna höfuðábyrgð, sem forsætisráðherra, þó öll stjórnin sé þar samsek og fleiri ráðherrar hafi sýnt þjóðinni frámuna dónaskap eftir uppkvaðningu dómsins, t.d. Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra.
Bæði hafa þau sýnt fádæma hroka eftir að Hæstiréttur dæmdi kosninguna ógilda og sá fáheyrði atburður var orðinn staðreynd, að í fyrsta skipti í mannkynssögunni hefðu almennar kosningar á vesturlöndum verið með þeim eindæmum, að ágallar þeirra væru ekki einn og ekki tveir, heldur sjö og það svo alvarlegir að kosningin stæðist engar vestrænar kröfur um slíka framkvæmd.
Strax eftir að Jóhanna verður búin að biðjast afsökunar á þessu dýra og skammarlega kosningaklúðri á hún að fara til Bessastaða og biðjast lausnar fyrir sína hönd og ríkisstjórnarinnar og boða síðan til kosninga umsvifalaust og láta sjá svo til, að þær standist lög.
Geri hún hvorugt, kemur hún Íslandi og Íslendingum í flokk með þriðja heims ríkjum í huga þróaðra þjóða. Þá verður farið að kalla Ísland "bananalýðveldi" með réttu.
![]() |
Skapa þarf vissu um framhaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)