25.1.2011 | 19:26
Jóhanna án stjórnar á sjálfri sér
Jóhanna Sigurðardóttir, sem á að stjórna ríkisstjórninni og stjórnarmeirihlutanum, missti gjörsamlega stjórn á sjálfri sér og hugsunum sínum við dóm Hæstaréttar um að lög og framkvæmd gæluverkefnis hennar stæðust ekki skoðun og því dæmdist kosningin til Stjórnlagaþings löglaus og ómarktæk.
Í stað þess að viðurkenna klúðrið, reyndi Jóhanna í mikilli geðshræringu að kenna Sjálfstæðisflokknum um hvernig fór, enda flokkurinn "skíthræddur" við einhverjar breytingar á stjórnarskránni, sem Jóhanna lét sig dreyma um að Stjórnlagaþingið myndi leggja fyrir Alþingi og mun þá hafa átt við "þjóðareign" á auðlindunum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur reyndar alltaf stutt, en Jóhanna var alls ekki með sjálfri sér og gerði því engan mun á réttu og röngu í seinni ræðu sinni á Alþingi í dag.
Sú ræða var Jóhönnu til enn meiri minnkunnar en hún hefur orðið sér áður og ef til vill stjórnast það af því, að hún gerir sér fulla grein fyrir því að nú sé í raun ekkert annað fyrir hana að gera en að segja af sér og boða til kosninga.
Forsætisráðherra, sem ekki hefur stjórn á sjálfum sér, verður að víkja og það strax.
![]() |
Íhaldið er skíthrætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
25.1.2011 | 18:03
Jóhanna vill stýra bananalýðveldi
Víða í þróunarríkjum fara kosningar þannig fram að engum dettur í hug að taka þær alvarlega, enda eru lög um framkvæmd þeirra iðulega stórgölluð og ríkjandi stjórnendur láta starfsmenn sína svindla með kosninganiðurstöðurnar þannig að niðurstaða kosninga verði alltaf í samræmi við vilja valdhafanna.
Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir skipað sjálfri sér í hóp slíkra ráðamanna, sem hagræða kosningum eins og þeim sýnist og Íslandi þar með í hóp bananalýðvelda, sem enginn mun taka mark á framar, taki Alþingi ekki fram fyrir hendur Jóhönnu og ríkisstjórnarinnar varðandi niðurstöðu Hæstaréttar um lögmæti kosninganna til stjórnlagaþings.
Jóhanna lýsir því blákalt yfir að með einhverjum ráðum verði að komast fram hjá niðurstöðu Hæstaréttar og koma niðurstöðu kosninganna í framkvæmd með öllum tiltækum ráðum og væntanlega mun hún ekki láta lög og reglur standa í vegi fyrir því, frekar en fyrri daginn.
Viðhangandi frétt endar svo: "Sagði Jóhanna að forsætisnefnd Alþingis verði að fjalla um málið og leita yrði allra leiða til að tryggja að stjórnlagaþingið verði haldið.. Ýmislegt kæmi til greina, svo sem hvort setja ætti lög sem heimiluðu að Alþingi kysi 25 fulltrúa á stjórnlagaþing, hugsanlega þá sömu sem kosnir voru í nóvember."
Það næsta sem hlýtur að gerast í þessu máli er að Jóhanna fari strax í fyrramálið á Bessastaði til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og í framhaldi af því verði boðað til kosninga til Alþingis.
Ríkisstjórn, sem við tekur eftir þær kosningar, tekur síðan væntanlega ákvörðun um það, hvort kjósa skuli nýtt stjórnlanaþing. Verði það niðurstaðan verður að ætlast til þess að lögin þar um standist.
![]() |
Kemur ekki til greina að hætta við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2011 | 15:18
Þvílíkt klúður - ríkisstjórnin ábyrg
Mesta klúður í samanlagðri stjórnmálasögunni er orðin staðreynd með þeim dómi Hæastaréttar að kosningin sem fram fór til Stjórnlagaþings sé ógild vegna annmarka á framkvæmdinni.
Stjórnlagaþingið var eitt af gæluverkefnum ríkisstjórnarinnar og hún var búin að hafa tæp tvö ár til undirbúningsins og kosnaðurinn við undirbúninginn, framkvæmd kosninganna og þinghaldið sjálft, sem átti að hefjast eftir þrjár vikur, hefur hlaupið á hundruðum milljónum króna.
Annað eins kjaftshögg hefur stjórnsýslu landsins aldrei verið gefið og ábyrgðina ber Jóhanna Sigurðardóttir, sem hlýtur að verða búin að panta viðtal við forsetann fyrir kvöldið, til þess að segja af sér forsætisráðherraembættinu og óska eftir nýjum kosningum.
Flótlega eftir þær kosningar þarf síðan að stefna ýmsum ráðherrum stjórnarinnar fyrir Landsdóm vegna allra þeirra afglapa, sem einkennt hafa störf þeirra.
![]() |
Stjórnlagaþingskosning ógild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2011 | 01:08
Sannleikann í dagsljósið strax
Upp er komin ákaflega undarleg staða vegna símtals sem þeir áttu sín á milli seðlabankastjórar Íslands og Englands í októberbyrjun árið 2008 og segir Davíð Oddson, þáverandi seðlabankastjóri Íslands, að Mervyns Kings, bankastjóri Englandsbanka, hafi sagt að Icesaveskuld Landsbankans yrði látin niður falla, færi Landsbankinn á hausinn.
Nú harðneitar Kings að hafa látið þau orð falla, en virðist ekki hafa vitað að til væri upptaka af samtalinu og þegar það kom í ljós hafnar hann með öllu að útskrift af samtalinu verði birt opinberlega og ber við að rædd hafi verið ýmis viðkvæm málefni hinna og þessara bankastofnana.
Að sjálfsögðu þyrfti ekki að birta eitt eða neitt um annað en það sem sagt var um Icesave og hlýtur það að veikja málstað Kings verulega að þora ekki að gefa heimild til að sá hluti samtalsins verði birtur. Fjárlaganefnd Alþingis fékk að lesa úrdrátt úr símtalinu á fundi í kvöld og segja fulltrúar nefndarinnar að innihaldið hafi verið "áhugavert", en því miður séu þeir bundnir trúnaði um það.
Þetta er algerlega óviðunandi fyrir almenning í landinu og það allra minnsta sem fulltrúar hans á Alþingi geta gert, er að upplýsa hvor fer með rétt mál, Davíð eða Kings, því annaðhvor hlýtur að segja ósatt og þjóin á fullan rétt á að vita hvor þeirra það er.
Það er alger lágmarkskrafa að þeir þingmenn sem lásu úrdráttinn í kvöld, hunskist til þess strax í fyrramálið að varpa endanlegu og réttu ljósi á málið og kveða niður allar sögusagnir í eitt skipti fyrir öll.
![]() |
Fengu að sjá samtal Davíð og Kings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)