ASÍ hörfar af hólmi kjaraviðræðna

ASÍ sýndi þann fádæma ræfildóm í dag að hlaupast frá samræmdum kjarasamningum og láta samningana í hendurnar á einstökum sérsamböndum og félaga, sem að sjálfsögðu mum tefja alla samningagerð og gera hana miklu flóknari en ella.

Þetta gerir ASÍ vegna þess að sambandið treystir sér ekki til að styðja þá sjálfsögðu kröfu SA að grundvöllur atvinnuveganna verði tryggður, ekki síst sjárvarútvegsins sem haldið er í spennitreyju ríkisstjórnarinnar vegna venjulegs ósamkomulags þar á bæ um öll mál, sem varða heill lands og þjóðar.

Ekki er hægt að gera þá kröfu til fyrirtækja í sjárvarútvegi að þau geri samninga til langs tíma án þess að hafa hugmynd um hvaða framtíðargrundvöll til starfsemi sinnar stjórnvöld ætla að búa þeim í framtíðinni varðandi kvótamálin.

Ríkisstjórnin á leik og ætti auðvitað að standa við gerða samninga í þessu efni, en að ætlast til slíks er líklega of mikil tilætlunarsemi, miðað við fyrri gerðir þeirrar ólánsríkisstjórnar sem landsmenn þurfa að búa við um þessar mundir.

Því fyrr sem hún hrökklast frá, því betra.


mbl.is Viðræðum um samræmda launastefnu hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf að setja stefnuna á 7. sætið

Miðað við gengi landsliðsins á móti Spánverjum þarf að setja liðinu ný markmið á Heimsmeistaramótinu.

Óraunhæft er að setja markið hærra en á sjöunda sætið og þar með möguleika á að spila um sæti á næstu Ólimpíuleikum.

Ef það takmark næst, verður liðið að hafa meira úthald en núna til þess að ná viðunandi árangri þar.

En: ÁFRAM ÍSLAND.


mbl.is Hræðilegur fyrri hálfleikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðildar- og aðlögunarviðræður eru ekki það sama

Með falskri spurningu um hvort fólk sé sátt við aðildarviðræður við ESB fæst falskt svar, því þá reikna aðspurðir með að um sé að ræða skuldbindingalausar viðræður, svona til að "sjá í pakkann" og svo verði hægt að ákveða síðar hvort fólk vilji þiggja innihaldið eða ekki.

Ef hins vegar væri spurt um stuðning við það sem er í gangi af hálfu íslensku ríkisstjórnarinnar, þ.e. aðlögunarferli Íslands að regluverki væntanlegs stórríkis ESB er nánast víst að stuðningur svarenda í þannig könnun yrði þveröfugur við það sem falsspurningin gaf.

Á meðan ríkisstjórnin, með Össur Skarphéðinsson í broddi fylkingar, heldur áfram að blekkja þjóðina með hreinum lygum um það sem fram fer í slíku aðlögunarferli, er ekki nema von að svona niðurstöður sjáist í skoðanakönnunum.

Hins vegar er athyglisvert að þjóðin skuli ekki vera farin að sjá í gegn um blekkingarnar því meira að segja forkólfar ESB viðurkenna að um aðlögun sé að ræða, en ekki sakleysislegar athugunarviðræður.


mbl.is Meirihluti vill halda viðræðum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband