Icesave í skiptum fyrir ráðuneyti?

Ögmundur Jónasson var harður andstæðingur þess að gengið yrði að fjárkúgunarkröfum Breta, Hollendinga og ESB vegna Icesave og hætti meira að segja sem ráðherra frekar en að samþykkja afarkostina eins og Jóhanna og Steingrím J.

Á ýmsu hefur gengið síða það var og m.a. hefur þjóðin algerlega hafnað því að gerast skattaþrælar þessara erlendu kúgara, en skötuhjúin Jóhanna og Steingrímur J. vinna ennþá í þágu kúgaranna og gegn þjóð sinni og vilja með öllum ráðum koma fjárkúgunarkröfunni á þjóðina og réttlæta það með því, að tekist hafi að kría út afstlátt og þar með sé þetta hálfpartinn bara fjárkúgun á útsöluverði.

Nú segist Ögmundur ætla "að óbreyttu" að samþykkja þessa fjárkúgun, en muni þó skoða málið fram á síðustu stundu, eða allt fram að atkvæðagreiðslu í þinginu. Um leið lætur hann það koma fram, að hann sé nú ekki sammála því að leggja niður Sjávarútvegsráðuneytið og fella það undir Atvinnuvegaráðuneyti, sem aftur myndi kosta Jón Bjarnason ráðherrasæti.

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort niðurstaða ríkisstjórnarinnar og villikattanna í VG að "best fyrir þjóðina" verði að samþykkja fjárkúgunina og ekki síðra verði að halda sjálfstæðu Sjávarútvegsráðuneyti með Jón Bjarnason í þeim ráðherrastóli áfram.

Önnur eins hrossakaup hafa nú farið fram áður milli ríkisstjórnarflokkanna.


mbl.is Styður Icesave að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband