Er kerfið fyrir sjúklinga eða starfsfólk?

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, ávarpaði málþing Félags fagfólks um endurhæfingu í dag og sagði þar m.a:

"Við eigum öflugar stofnanir sem sinna endurhæfingu þar sem mikil þekking hefur byggst upp í gegnum árin. Margir aðilar koma að endurhæfingarstarfi og gera það vel, en meginvandinn hefur falist í múrum milli kerfa, togstreitu og skorti á samfelldri þjónustu við notendur. Nú höfum við tækifæri til að brjóta niður múrana og byggja up heildstætt kerfi í þágu þeirra sem þurfa á endurhæfingu að halda, hvaða ástæður sem liggja að baki."

Hvort skyldi svona ruglkerfi, sem felst í múrum, togstreytu og skorti á þjónustu við notendur, hafa þróast í takt við þarfir sjúklinga, slasaðs fólks og annarra sem þurft hafa á endurhæfingu að halda, eða smákóngaveldis opinberra starfsmanna sem tröllríður öllu kerfinu og gerir það óskilvirkara og margfalt dýrara en það þyrfti að vera.

Er ekki kominn tími til að stokka upp í öllu kerfinu, ekki eingöngu heilbrigðiskerfinu? 

 


mbl.is Byggja þarf upp endurhæfingarkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband