Þingmenn ættu að vera 31

Furðuleg tillaga hefur séð dagsins ljós í Innanríkisráðuneytinu, en hún snýst um að fjölga sveitarstjórnarmönnum sem mest í helst hverju einasta krummaskuði landisins.

Samkvæmt þessum fáránlegu tillögum eiga sveitarstjórnarmenn í sveitarfélögum með fleiri en 100 þúsund íbúa að vera 23-31, en eru í eina sveitarfélaginu af þeirri stærðargráðu, þ.e. Reykjavík, fimmtán og hefur flestum þótt meira en nóg fram að þessu.

Ekki skal þessi geggjaða tillaga tengd á nokkurn hátt við kosningu Besta flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, en varla er það lausn á vandamálinu, að því fleiri óhæfir borgarfulltrúar sem slæðist inn í borgarstjórn í einum kosningum, að þá sé ráðið við því að fjölga þeim allt að því tvöfalt.

Foringi Besta flokksins og borgarstjóri í Reykjavík hefur lýst sig vanhæfan til að gegna störfunum sem fylgja starfinu og hefur því losað sig við þau flest öll, en þiggur ennþá launin og hlunnindin sem greidd eru fyrir störfin en ekki titilinn. Til að leysa úr því vandamáli að hann sjálfur væri óhæfur til starfans, lagði hann sjálfur til að ráðnir yrðu tveir menn til að gegna starfi eins borgarstjóra fyrir tvöföld laun og virðist tillaga Innanríkisráðuneytisins vera af nákvæmlega sömu rótum runnin.

Ef fjöldi sveitarstjórnarmanna er óhæfur til að sinna skyldum sínum er eina ráðið sem jafn óhæfum opinberum ráðuneytismönnum dettur í hug til að leysa úr því, að fjölga sveitarstjórnarmönnum um helst 100% í þeirri von að við fjölgunina slæddist inn einn og einn hæfari frambjóðandi en fyrir voru við stjórnina.

Nær væri að vinna að því að fjölga hæfum sveitarstjórnarmönnum innan þess fjölda sem nú gegnir slíkum störfum og vinna að því jafnframt að fækka Alþingismönnum niður í 31, en það virðist vera tiltölulega hæfilegur fjöldi til lagasetninga fyri land og þjóð og gæti fækkað bulli á þingi um a.m.k. 50%.

Reyndar er tæplega hægt að reikna með að slík tillaga komi frá opinberum embættismönnum ráðuneytanna. Það allt of fjölmenna lið er þekkt fyrir flest annað en tillögur um að fækka og spara í mannahaldi ríkisrekstrarins.


mbl.is Fjöldi fulltrúa gæti breyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband