Kemur fyrsta tapið í kvöld?

Það sem af er á HM í handbolta hefur íslenska landsliðið staðið sig í samræmi við væntingar þjóðarinnar, en hafa verður í huga að þjóðirnar sem búið er að keppa við eru ekki sérstaklega sterkar eða hátt skrifaðar í handboltaveröldinni.

Leikirnir sem eftir eru í riðlakeppninni við Austurríki og sérstakleg Noreg verða miklu erfiðari en þeir leikir sem búnir eru og sigur gegn þessum tveim þjóðum er engan veginn gefinn.  Austurríkismenn unni íslenska liðið fyrir stuttu, sem sýnir að þar eru engir aukvisar á ferðinni og Noregur er með sterkt og gott lið, sem getur unnið hvaða andstæðing sem er.

Íslenska liðið er nánast orðið öruggt um að komast í milliriðil mótsins og þegar þangað verður komið má segja að alvara lífsins byrji fyrir alvöru, því þar mun þurfa að kljást við lið sem eru í fremstu röð í heiminum og íslenska liðið mun þurfa að leggja allt í sölurnar, ætli það sér að eiga möguleika á sigri í þeim leikjum.

Væntingarnar eru orðnar geysilega miklar og margir farnir að sjá gullið á HM í hillingum.  Í raun og veru er ekkert farið að glitta í gullið ennþá og margar hindranir sem eftir væri að yfirstíga á leiðinni að því.

Fyrsta hindrunin er lið Austurríkis, sem það íslenska keppir við í kvöld.


mbl.is Ekkert annað en sigur gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég játa ábyrgð á ísbjarnarblús Jóns Gnarrs

Fyrir tæpu ári síðan setti ég fram í hálfkæringi að réttast væri að fanga ísbirni sem hér gengju á land og koma þeim fyrir í Húsdýragarðinum í stað þess að drepa þá, enda um dýr í útrýmingarhættu að ræða.

Nokkrar umræður sköpuðust um málið í framhaldinu og fannst flestum þetta algerlega arfavitlaus hugmynd og hæddust að vitleysisganginum sem fælist í því að setja svona dellu í loftið.  Einn af fáum sem þó tók undir hugmyndina og þakkaði reyndar fyrir hana var maður sem kallar sjálfan sig Einhvern Ágúst og er nú innsti koppur í búri Besta flokksins og áhrifamaður innan meirihlutans í Reykjavík.

Leiða má líkur að því að sá ísbjarnarblús sem nú er spilaður og sunginn af Besta flokknum eigi uppruna sinn í þessa bloggfærslu mína, en hana og viðbrögðin við henni má sjá HÉRNA

Nú nagar samviskubitið hugann og sú spurning vaknar hvort sá sem gefur barni leikfang beri ábyrgðina, ef það skaðar sjálft sig eða aðra með því.


mbl.is Stendur ekki til að kaupa ísbjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband