Glæpir Wikileaks í beinni útsendingu

Svissneskur glæpamaður sem stal fjárhagslegum upplýsingum frá a.m.k. þrem bönkum og sem snerta 2000 viðskiptamenn þeirra á árabilinu 2000-2009, ætlar að afhenda Julian Assange, eiganda Wikileaks, þessi gögn á blaðamannafundi á mánudag.

Julian Assange mun hafa sagt að beðið yrði með að birta gögnin á vefnum á meðan að hann og félagar hans kvæðu upp dóma um það hvort um skattsvik þessa fólks sé að ræða, eða ekki. Hvaðan þessum sjálfskipaða siðapostula kemur vald til að kveða upp slíka dóma fylgir hins vegar ekki sögunni, né hverja hann ætlar að kalla fyrir dóm sinn sem vitni, eða hvort sakborningunum verði skipaðir verjendur.

Hafi tilgangur gagnaþjófnaðarins verið að koma upp um skattsvik hefði mátt ætla að þjófurinn skilaði þýfi sínu til viðkomandi skattyfirvalda, sem þá myndu rannsaka málið og vísa málum til almennra dómstóla, ef ástæða væri til. Með því að afhenda Assange tölvugögnin á blaðamannafundi með þeirri auglýsingastarfsemi sem slíku fylgir, er greinilegt að tilgangurinn er allt annar en að koma upp um skattsvikara.

Tilgangurinn með þessum þjófnaði, eins og öðrum slíkum, er greinilega að græða á honum fjárhagslega, því farið er að reka Wikileaks eins og hvert annað gróðafyrirtæki og fyrirtækið stutt af öllum helstu tölvuglæpamönnum veraldar, sem hika ekki við að hakka sig inn í hvaða tölvu sem er, stela þaðan gögnum og jafnvel skemma eða eyðileggja heilu tölvukerfin.

Sómakært fólk þarf að fara að taka upp baráttu gegn Wikileaksglæpalýðnum og snúa sér að baráttu fyrir opnara stjórnkerfi og auðveldari aðgangi almennings að upplýisingum frá opinberum aðilum.

Málið er heiðarleg barátta í stað glæpsamlegrar.


mbl.is Lekur gögnum um ætlaða skattsvikara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband