14.1.2011 | 21:33
Já, þetta nafn verða menn að muna
Eftir leik Íslendinga og Ungverja á HM segir sænski netmiðillinn nt.se: "Aron Pámarsson. Leggið þettta nafn á minnið", enda stóð drengurinn sig einstaklega vel í leiknum og var verðskuldað valinn maður leiksins.
Við Íslendingar höfum vitað talsvert lengi að þarna sé á ferðinni upprennandi stórstjarna í handknattleiksveröldinni og mun innan tíðar verða íslenska landsliðinu jafn dýrmætur og Ólafur Stefánsson hefur verið því undanfarin ár.
Nafninu Aron mun enginn handknattleiksunnandi í heimi gleyma næstu tvo áratugina, eða svo.
![]() |
Leggið þetta nafn á minnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2011 | 09:39
Varðhald seint og um síðir
Loksins virðist vera að komast verulegur skriður á rannsóknir Sérstaks saksóknara á ýmsum svikafléttum og glæpsamlegum aðgerðum eigenda og stjórnenda gamla Landsbankans og voru starfsmenn embættisins uppteknir við húsleitir og yfirheyrslur í gær, frá morgni og fram yfir miðnætti.
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrv. bankastjóri, og Ívar Guðjónsson, fyrrv. forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, gistu í boði skattborgaranna og í umsjón fangavarða í nótt og er nú beðið úrskurðar dómara um hvort þeir verði "upp á vatn og brauð" næstu daga, á meðan starfsmenn saksóknara ræða málin nánar við þá og fá þá til að skýra satt og rétt frá athöfnum sínum innan bankans á valdatímum sínum þar á bæ.
Velta má fyrir sér tilgangi gæsluvarðhalds þegar svo langt er liðið frá meintum glæpum, eins og raunin er í þessu máli, en skýringin hlýtur að vera sú, að félagarnir séu ekki samstíga í málflutningi sínum og því þyki ástæða til að halda þeim í einangrun og aðskildum á meðan samræmi fæst í frásögn þeirra af því, sem raunverulega átti sér stað í bankanum og hvað varð um allt það fé sem talið er að hafi verið rænt úr bankanum innanfrá á árunum fyrir hrun.
Hvað sem segja má um að setja menn í varðhald svo löngu eftir að brot eru framin er fagnaðarefni að sjá að rannsóknir bankaglæpanna séu í fullum gangi og nú hlýtur að fara að mega reikna með því að fyrstu ákærurnar fari að sjá dagsins ljós og gerendurnir verði látnir svara fyrir sín mál fyrir dómstólunum.
![]() |
Gæsluvarðhaldskrafa tekin fyrir í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)