12.1.2011 | 19:43
Hver á að borga Icesavefjárkúgunarkröfuna?
Fram til ársins 2016 er Steingrímur J. tilbúinn til þess að greiða Bretum og Hollendingum tæpa 60 milljarða króna vegna vaxta af Icesaveskuld Landsbankans, sem allir eru orðnir sammála um að ekki hafi verið, eða sé, nokkur ríkisábyrgð á.
Steingrímur J. hefur marg lýst því hverslu erfitt og sársaukafullt sé að skera niður í ríkisútgjöldunum og samkvæmt fjárlagafrumvarpi þessa árs er áætlað að skera niður um 27 milljarða króna frá fyrra ári og auka skattheimtu á almenning og fyrirtæki um 12 milljarða til viðbótar við þá skatta sem áður höfðu verið hækkaðir, þannig að skattbyrði er nú a.m.k. 80-90 milljörðum króna meiri en hún var fyrir hrun.
Í dag sagði Steingrímur J. að ekki þýddi að reikna með að ríkissjóður gæti komið að kjarasamningum með afgerandi hætti, enda ríkissjóður galtómur og hefði ekki efni á neinum nýjum útgjöldum. Þrátt fyrir erfiðleikana við niðurskurð ríkisútgjalda og að geta ekki sé hægt að standa við að hækka persónuafslátt vegna skattlagninar á lágtekjufólk lætur Steingrímur J. sig ekki muna um að leggja til að ríkissjóður taki lán á árinu 2011 til að borga rúma 26 milljarða króna vegna fjárkúgunarkröfu Breta og Hollendinga.
Síðan er gert ráð fyrir að ríkissjóður borgi10,4 milljarða á næsta ári, 8,6 árið 2013, 7 milljarða árið 21014, 5 milljarða 2015 og 1,8 milljarða árið 2016. Hvergi er skýrt frá því hvaðan þessir peningar eigi að koma, því varla trúir því nokkur maður að fyrsta "hreina vinstri stjórnin" á Íslandi ætli sér að selja landa sína í skattaþrældóm fyrir útlendinga næstu áratugina.
Kjósendur haf reyndar hafnað því sjálfir á eftirminnilegan hátt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
![]() |
Greiða þarf 26,1 milljarð vegna Icesave í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.1.2011 | 16:56
Reðursafnið stendur loksins fyrir sínu
Sigurður Hjartarson, safnstjóri Reðursafnsins á Húsavík hefur beðið lengi eftir eftir því að fullkomna safn sitt með reðursýnishorni af hverri einustu dýrategund, sem á Íslandi þrífst og jafnvel fleiri skepnum annarsstaðar frá.
Fyrir margt löngu var safninu ánafnaður mannsreður og nú herma fregnir að safninu hafi loksins áskotnast sá gripur og því sé safnið nánast að verða fullkomið. Ekki hefur þó komið fram hvernig þessi nýjasti safngripur verður sýndur, en nokkuð víst er að hann mun vekja mikla athygli og auka aðsókn að safninu til mikilla muna.
"Reðurtúrismi" mun vafalaust ryðja sér til rúms þegar þessi safngripur kemst í heimsfréttirnar, því þetta mun þykja merkilegur safngripur, jafnvel þó gripurinn sjálfur sé áreiðanlega ekkert merkilegri en aðrir slíkir og því verður vafalaust mikil aukning að safninu á næstu árum.
Eins og myndin sem fylgir áfastri frétt, þá mun þessi nýjasti safngripur þó ekki komast í deildina sem hýsir stærstu safngripina. Sá nýji myndi þykja hálfómerkilegur ef honum yrði stillt upp við hliðina á þessum sem Sigurður hefur stillt sér upp með.
![]() |
Reðursafnið fær nýjan grip |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2011 | 13:49
Siðfræðing í formennsku VR
Bullandi ágreiningur og valdabarátta hefur verið grasserandi innan VR undanfarin tvö ár, eða síðan hálfgerð bylting varð í stjórn félagsins og nýtt fólk úr a.m.k. þrem stríðandi fylkingum náði kjöri og hefur verið með rýtingana á lofti síðan gegn hvert öðru.
Þannig má segja að þetta stærsta verkalýðsfélag landsins hafi verið nánast stjórnlaust í tæp tvö ár og má segja að ágreiningurinn hafi náð hámarki nýlega, þegar stjórnin samþykkti að segja formanninum upp framkvæmdastjórastöðu félagsins, en þau tvö embætti hafa verið nánast óaðskiljanleg í VR um áratugaskeið.
Formaðurinn lýsti því strax yfir að uppsögnin væri ólögleg og harðneitar að hætta sem framkvæmdastjóri og á framhaldsaðalfundi sem haldinn var í gær, þar sem afgreiða átti lagabreytingatillögur stjórnarinnar fór allt í háaloft og allar tillögur stjórnar voru dregnar til baka, en samþykkt tillaga utan úr sal um gjörbyltingu kosningafyrirkomulags stjórnarmanna, þ.e. breytt skyldi úr fulltrúakjöri í almennt kjör allra félaga í VR.
Við næsta formanns og stjórnarkjör munu því væntanlega allir fullgildir félagar í VR kjósa milli frambjóðenda beinni kosningu og þannig munu úrslitin endurspegla ótvíræðan vilja félaganna um hverjir gegna stöfum formanns og annarra ábyrgðarhlutverka innan félagsins.
Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur, hefur lýst yfir framboði til formennsku í félaginu og án þess að þekkja persónulega til mannsins, hlýtur að vera hægt að búast við að hann væri alveg upplagður til að taka að sér að sætta fylkingar innan VR, a.m.k. ætti hann að vera vel brynjaður siðferðislega til að gegna embættinu.
![]() |
Vill verða formaður VR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)