Talaði Rannsóknarnefnd Alþingis ekki skýrt?

Atlanefndin virðist gera ráð fyrir því að niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis sé eitthvað óskýr í hugum fólks, en Atlanefndin sér ástæðu til þess að gera tillögu um að Alþingi skýri niðurstöðurnar nánar, t.d. með því að benda sérstaklega á eftirfarandi í ályktun sinni:  "Auk þess leggur þingmannanefndin til að Alþingi álykti að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu."

Svona ályktun frá Alþingi er hálfhláleg, því þingið þarf ekki og á ekki að túlka niðurstöður Rannsóknarnefndarinnar, þær standa algerlega fyrir sínu, einar og sér og þurfa engar ályktanir frá Alþingi, þær eru alveg skýrar og öllum skiljanlegar.

Í sama anda er víðáttuvitlaus hugmynd Ólínu Þorvarðardótturog Skúla Helgsonar, í þá veru að Alþingi samþykki vítur á alla ráðherra, þingmenn og aðra, sem við störf voru á árunum 2001-2008 vegna þeirrar ábyrgðar sem þeir báru á þróun þjóðfélagsins á þessum árum.  Þessir þingmenn hljóta þá að vilja setja það fordæmi, að við hver einustu ríkisstjórnarskipti álykti nýr meirihluti um störf og ábyrgð stjórnarinnar á undan og fordæmi hana fyrir að hafa haft einhverja aðra stefnu, en nýjasti meirihlutinn.

Alþingi er ekki dómstóll, heldur lagasetningarsamkoma.  Þingmenn þurfa sjálfir að fara að skilja hlutverk sitt og halda sig við það.  Annað hlýtur að teljast vítavert.


mbl.is Áfellisdómur yfir stjórnvöldum og stjórnmálamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband