12.9.2010 | 20:24
Réttarríkiđ í pólitískri gíslingu?
Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi ţingmađur og núverandi yfirfangavörđur, reynir ađ benda á málefnaleg rök fyrir ţví, ađ ţađ muni ekki samrýmast mannréttindaákvćđum ađ stefna ráđherrum fyrir Landsdóm, ţví lögin um hann séu löngu úrelt og uppfylli engin nútímaskilyrđi um rannsóknir og ákćrur.
Í fréttinni kemur m.a. eftirfarandi álit Margrétar á ţeim ţingmönnum, sem stefna vilja ráđherrum fyrir Landsdóm: "Hún sagđi ađ ţingmenn sem ţađ styđji viti ekki hvađ ţeir geri og verđi af ákćrunum sé brotiđ á rétti fyrrverandi ráđherranna fjögurra, Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvins G. Sigurđssonar. Búast megi viđ ţví ađ máliđ endi fyrir mannréttindadómstólum."
Margrét hefur einnig bent á, ađ ráđherrarnir hafi ekki fengiđ stöđu grunađra manna og engin opinber rannsókn hafi fariđ fram af ţar til bćrum rannsóknarađilum, en ríkisvaldiđ á ađ vera ţrískipt og ţví skýtur afar skökku viđ, ađ Alţingi skuli taka sér ákćruvaldiđ gagnvart framkvćmdavaldinu, en dómsvaldiđ skuli ekki koma ţar nćrri.
Ađ sjálfsögđu falla málefnalegar umrćđur ekki í kramiđ, ţegar fjallađ er um ţessi mál, frekar en mörg önnur, enda virđist ríkisstjórnin og meirihluti ţingmanna vera í pólitískri gíslingu ţeirra öfgaskođana, sem nú tröllríđa ţjóđfélaginu og blóđţorstanum sem engin leiđ virđist vera ađ slökkva.
Nú tíđkast ađ skjóta fyrst og spyrja svo, sérstaklega ef pólitískir andstćđingar eiga í hlut.
![]() |
Fráleitt ađ sćkja ráđherrana til saka |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (35)
12.9.2010 | 15:27
Er dómur ţegar fallinn - á götunni?
Ţingmannanefnd Atla Gíslasonar skilar af sér, ţríklofin, í Landsdómsmálinu, ţ.e nefndin komst ekki ađ niđurstöđu um hvort og ţá hverjum ráđherranna úr síđustu ríkisstjórn skuli stefnt fyrir dóminn. Meirihluti nefndarinnar vill láta stefna fjórum ráđherrum, ţeim Geir Haarde, Árna Matthiasen, Ingibjörgu Sólrúni Gísladóttur og Björgvini G. Sigurđssyni, en Samfylkingarfulltrúarnir í nefndinni vilja sleppa Björgvini, líklega vegna ţess ađ hann vitneskju um bankamál hafi veriđ haldiđ frá honum og fulltrúar Sjálfstćđisflokksins telja ekki ástćđu til ađ kveđja saman Landsdóm, ţar sem litlar, sem engar líkur séu á ţví, ađ sakfelling nćđist fram fyrir dómstólnum og ţví ekki réttlćtanlegt ađ ákćra.
Sérstaka athygli vekur, ađ fyrst fulltrúar Samfylkingarinnar telja ađ Björgvin hafi ekki haft neina vitneskju, eđa ađkomu, ađ ţeim málum sem féllu undir hans ráđuneyti, skuli ţeir ekki leggja til ađ ţeir ráđherrar, sem leyndu hann upplýsingum og fóru í raun međ ákvarđanatöku fyrir hönd Samfylkingarinnar í efnahagsmálum í fyrri ríkisstjórn, skuli ekki ákćrđir og stefnt fyrir Landsdóminn í stađ Björgvins. Ţetta eru ađ sjálfsögđu ráđherrarnir Össur Skarphéđinsson, sem var stađgengill Ingibjargar Sólrúnar í veikindum hennar og Jóhanna Sigurđardóttir, sem sat í sérstöku fjögurra manna ráđherrateymi, sem fjallađi reglulega um stöđu bankanna og fjármál ríkisstjóđs.
Eigi yfirleitt ađ kalla saman Landsdóm í fyrsta sinn í sögunni, ţá á ađ sjálfsögđu ađ stefna fyrir hann a.m.k. sex ráđherrum síđustu ríkisstjórnar og ţar á međal núverandi forsćtisráđherra, sem samkvćmt eigin ráđleggingum til annarra, ćtti bara ađ vera fegin, ţví ţá gćfist henni kostur á ađ hreinsa nafn sitt fyrir dómi.
Samkvćmt viđbrögđum á blogginu og víđar, mun ţó engu skipta hvađ sakborningarnir munu legga fram, sér til málsbóta, fyrir réttinum, ţví fyrirfram er búiđ ađ dćma ţá seka, alla málsvörn sem yfirklór og sjálfsréttlćtingu, sem ađ engu skal hafa, eđa meta, en kasta út umsvifalaust út í hafsauga. Dómstóll götunnar er ekki vanur ađ meta málsástćđur eđa rök. Allir dómar eru felldir af tilfinningu og oftast hatri á sakborningum og málsvörn aldrei tekin til greina.
Ábyrgđ Alţingis í ţessu máli, sem öđrum, er meiri en dómstóls götunnar og ţví verđur ţingiđ ađ skođa mál frá fleiri en einni hliđ. Vonandi verđur ţađ gert á faglegan hátt í ţessu máli, en ekki eftir utanađkomandi ţrýstingi.
![]() |
Röng niđurstađa |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)