4.8.2010 | 16:56
Óboðlegur borgarstjóri
Bullið í Jóni Gnarr um heimsókn sína til Finnlands og viðræður við Múnínpabba, sem ráðlagði Íslendingum að ganga í ESB, vegna þess að álfunum liði svo vel eftir inngöngu Finnlands í ESB, er ekki boðlegt og hvað þá að það sé birt á prenti í fjölmiðli, sem stórhætta er á að einhverjir lesendur gætu rekið augun í.
Svona atriði gæti hugsanlega gengið í uppistandi á leikskólum borgarinnar, því hvergi annarsstaðar getur svona grín skilist nema þar, en algerlega óboðlegt að sýna atriðið á sýningum fyrir fullorðið fólk.
Það er orðið pínlegt, að aldrei skuli koma orð af viti frá borgarstjóranum í Reykjavík, hvorki um málefni borgarinnar, stofnana hennar og ekki einu sinni um ferðalög hans erlendis.
Hafi hann ekkert merkilegt fram að færa, á hann ekki að vera að færa neitt fram.
![]() |
Múmínpabbi hvetur Íslendinga til að gerast aðilar að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
4.8.2010 | 13:37
Ráðherrann sem svaf aldrei og hinn sem aldrei hefur vaknað
Sigurður Líndal, lagaprófessor, vitnar til gamals máls frá Danmörku í tilefni af afsögn Runólfs Ágústssonar úr starfi Umboðsmanns skuldara eftir að hafa gegnt starfinu í aðeins einn dag, en umrædd tilvitnun í viðtal mbl.is við Sigurð er svona: "Hann segir málið fordæmalaust hér á landi en minnist um leið dansks ráðherra sem gegndi ráðherraembætti þar í landi í einn dag fyrir hundrað árum og gekk undir nafninu ministren som aldrig sov" eða ráðherrann sem aldrei svaf."
Samlíkingin er bráðsnöll, því ekki verður því á móti mælt, að Runólfur svaf aldrei á meðan hann gegndi því ábyrgðarmikla starfi að vera Umboðsmaður skuldara. Annað verður hins vegar að segjast um Árna Pál, ráðherrann sem réð hann til starfa, en hann virðist aldrei hafa vaknað eftir að hann tók við sínu starfi.
Fari svo, að Árni Páll hrökkvi upp af sínum langa og væra blundi við þá niðurlægingu, sem hann hefur bakað sjálfum sér, mun hann umsvifalaust ráða Ástu Sigrúnu Helgadóttur, fyrrverandi forstöðumann Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, til starfans, eins og hann hefði gert strax í upphafi hefði hann verið vakandi og með fullri meðvitund.
Hins vegar skal því spáð, hér og nú, að Árni Páll mun láta auglýsa stöðuna aftur, til að losna við að þurfa að ráða Ástu, enda mun hún tæplega sækja um aftur, eftir þessa reynslu af ráðherranum sem aldrei vakir.
![]() |
Telur að auglýsa þurfi að nýju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.8.2010 | 08:53
Áhangendur vörðu ranghermið
Oft gerist það, að fréttamenn hafa ýmislegt rangt eftir viðmælendum sínum, jafnvel svo ranglega, að meining viðmælandans og hugmyndir koma algerlega öfugsnúnir frá fjölmiðli viðkomandi fréttamanns. Fyrsta frétt vekur jafnan miklu meiri athygli en þær leiðréttingar, sem fórnarlömb ranghermisins reyna að koma á framfæri og því lifa vitleysurnar oftast sem sannleikur um langa hríð og jafnvel týnast leiðréttingarnar algerlega vegna fjaðrafoks, sem ranghermið hefur orsakað.
Þegar rangt er haft eftir vinsælum listamönnum leggjast aðdáendur þeirra oft í vörn fyrir átrúnaðargoð sitt og reyna að verja þær skoðanir sem eftir þeim eru hafðar í fjölmiðlum, jafnvel þó skoðun listamannsins sé algerlega öndverð við það, sem hann var sagður hafa látið frá sér fara.
Svo fór í gær, að ýmsir lögðust í vörn fyrir Björk Guðmundsdóttur vegna ummæla sem eftir henni voru höfð um að Magma væri í nánu samstarfi við AGS og hirti á spottprís hverja auðlindina á eftir annarri í þeim löndum sem AGS hefði afskipti af og eins að Magma sæktist eftir að kaupa upp allar orkuauðlindir Íslands. Björk hefur nú sent frá sér leiðréttingu vegna þessa og segir fréttamanninn algerlega hafa misskilið hvað hún sagði og gjörsamlega brenglað svör hennar við fyrirspurnum um Magma og starfsemi þess fyrirtækis.
Væntanlega þurfa þeir aðdáendur stjörnunnar, sem vörðu ranghermið í bloggfærslum gærdagsins, að draga allt í land afutur í dag.
![]() |
Ranglega haft eftir Björk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)