29.8.2010 | 18:27
Stjórnarskrárumræða óskast
Undanfarið hefur mikið verið rætt um að breyta og jafnvel umbylta stjórnarskránni, en minna hefur farið fyrir umræðu um nákvæmlega hverju þyrfti að breyta. Sigurður Líndal, prófessor, hefur verið fremstur í flokki þeirra, sem litlar sem engar breytingar telja að þurfi að gera á stjórnarskránni og ef gera eigi breytingar, þá eigi að gera þær sjaldan og litlar, hverju sinni.
HÉRNA má sjá stjórnarskrána í heild sinni og fróðlegt væri að fá fram umræður um það, hvað það er helst, sem fólk vildi að breytt verði í henni, þannig að sátt gæti um hana skapast.
Stjórnlagaþing, sem ætlað er það hlutverk að leggja fram tillögur um nýja stjórnarskrá er framundan og því tímabært að byrja vangaveltur og almennar umræður um þær breytingar sem þörf er talin vera á að gera á henni.
![]() |
Engin þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.8.2010 | 14:44
Hlutafjárfals hlýtur að teljast til markaðsmisnotkunar
Bjarni S. Ásgeirsson, skiptastjóri BGE, ætlar að fara í prófmál á hendur Jóni Ásgeiri og nokkrum samverkamönnum hans, vegna hlutafjárloforða upp á tugi milljóna króna, sem þeir skráðu sig fyrir í Baugi, en fengu lán fyrir hjá BGE með þeim skilmálum, að þeir sjálfir töldu, að þurfa aldrei að greiða skuldina og þegar Baugur færi á hausinn, stæði ekkert veð fyrir láninu, annað en hlutabréfin sjálf.
Þetta ætlar Bjarni að láta reyna á fyrir dómstólum og telur reyndar óvíst hvort málið vinnist, en ætlar að láta á það reyna og telur að málið muni enda fyrir hæstarétti. Það var orðin algild regla í bönkunum og fyrirtækjum útrásargengjanna, að ganga þannig frá málum, að eigendur og starfsmenn væru skrifaðir fyrir hlutafé í loftbólufyrirtækjunum og bönkunum sjálfum, svo milljörðum og tugmilljörðum skipti, alltaf gegn lánum sem engin veð voru sett fyrir önnur en hlutabréfin sjálf og t.d. starfsfólkið sannfært um að aldrei myndi lenda á því að greiða þessi lán.
Þetta getur ekki hafa verið gert nema í þeim eina tilgangi að falsa eigið fé viðkomandi fyrirtækja og þar með láta eignastöðuna líta betur út í bókhaldi, sem aftur hefur orðið til að blekkja almenna hlutabréfakaupendur á markaði, sem voru að kaupa hlutabréf, sérstaklega í bönkunum, og svo einnig í blekkingarskyni gagnvart viðskiptamönnum fyrirtækjanna.
Komist þessi banka- og útrásargengi upp með að skrifa sig fyrir tugmilljarða hlutafjárkaupum án þess að þurfa nokkurn tíma að standa við skuldbindingar sínar, hljóta þeir a.m.k. að verða dæmdir fyrir fals og markaðsmisnotkun, sem eru alvarlegir glæpir, ekki síst vegna fyrirtækja sem skráð eru á opinn hlutafjármarkað.
Almenningur er að verða langeygur eftir því að ákærur verði gefnar út í fyrstu málum banka- og útrásargengjanna og ekki bætir úr skák að farið er að birta drottningarviðtöl við höfuðpaurana í Baugsmiðlunum, þar sem þeim er gefinn kostur á að úthrópa rannsakendur glæpa þeirra og ásaka þá um ólöglegt athæfi í rannsóknum sínum.
Nú hlýtur að fara að koma að því að mulningsvél réttvísinnar fari að snúast á fullri ferð.
![]() |
Prófmál gegn fimm hluthöfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2010 | 09:32
Bónusgengið og heiðarleiki hafa aldrei átt samleið
Það er alveg sama um hvað er fjallað af viðskiptum Bónusgengisins, alltaf kemur í ljós að óheiðarlega hafi verið staðið að málum. Í þetta sinn er fjallað um undanskot á skíðahöll í Frakklandi undan þrotabúi Baugs, en áður hafa birst fregnir af ýmsum öðrum undanskotum úr félaginu áður en það var lýst gjaldþrota, t.d. á Högum, sem reka Bónus, Hagkaup og margar fleiri verslanir.
Þrátt fyrir að Jón Ásgeir hafi alltaf sagt að hann ætti "sáralitlar" peningalegar eignir og alls engar á felureikningum í bankaleyniríkjum, þá tókst honum að greiða upp 1,8 milljarðs skuldir vegna skíðasetursins og aðra eins upphæð vegna lúxusíbúðar í New York og gaf reyndar þá skýringu að aurarnir til þess voru notaðir kæmu frá ættarauði frúarinnar. Það væri góð og gild skýring, ef ekki hefði viljað svo til, að samkvæmt fréttum áttu þau hjón "aðeins" nokkur hundruð milljónir umfram eignir, miðað við skattframtöl.
Það virðist vera algerlega einkennandi fyrir allt, sem Bónusgengið hefur komið nálægt í "viðskiptum" sínum, að ekkert af því stenst skoðun, en virðist hafa haft það að markmiði að raka fjárfúlgum í vasa gengisins, en láta síðan aðra um að borga skuldirnar.
Lokasetning fréttarinnar er lýsandi fyrir viðskipti gengisins, en hún er svona: "Þrotabú Baugs hyggst raunar krefjast riftunar á sölu BG Danmark frá Baugi til Gaums, en fram hefur komið að þrotabúið telji að um gjafagerning hafi verið að ræða í skilningi gjaldþrotalaga."
![]() |
Hálfur milljarður tapaðist á viðskiptum með skíðaskála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)