28.6.2010 | 20:54
Kvörn réttvísinnar malar hægt, en örugglega
Fyrsta ákæra frá embætti Sérstaks saksóknara hefur nú litið dagsins ljós, en það er ákæra á hendur þrem mönnum fyrir umboðssvik í sambandi við viðskipti með stofnfjárbréf í Byr og er þar um að ræða þrjá af aðalstjórnendum Byrs og MP banka.
Þetta mál þykir með þeim smærri í sambandi við flest þau mál, sem á góma hefur borið í sambandi við svindlstarfsemi innan fjármálageirans, árin fyrir hrun, en þó það þyki ekki stórt á þeim mælikvarða, snýst það samt um nokkur þúsund milljónir króna, en slíkar upphæðir töldu þeir stóru í bankageiranum nánast fyrir neðan sína virðingu að fjalla um, enda varla mikið hærri en sæmilegur ársbónus fyrir þá gríðarlegu ábyrgð, sem topparnir sögðust bera. Þessir karlar töldu sjálfa sig þyngdar sinnar virði í gulli og aðgang að snilligáfu sinni seldu þeir ekki fyrir neina smáaura.
Smátt og smátt munu málin sem frá Sérstökum saksóknara fara í ákærur, stækka og veða viðameiri, en stóru málin eru flókin í rannsókn og teygja arma sína víða um veröld.
Það er ánægjuefni að kvörn réttvísinnar sé farin að mala, hægt en örugglega.
![]() |
Þrír ákærðir í Exeter-málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.6.2010 | 17:29
Það þarf að kyngreina hagrænu áfrifin
Allir í heiminum vita, að hagrænar greinar hafa mikil áhrif á efnahagslífið, en hinsvegar er verra að ekki nokkur maður veit hvaða, né hve mikil, áhrif skapandi greinarnar hafa og því hefur nú verið ráðist í það stórvirki, að "greina og meta hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi á heildstæðan hátt". Sem betur fer, verður rannsóknin heildstæð, en ekki neitt hálfkák, eins og aðrar rannsóknir hljóta að vera, samkvæmt þessu.
Katrín Jakobsdóttir, ráðherra mennta-og menningarmála, sagði af þessu merka tilefni, vart mælandi af hrifningu: Sú þekking sem þetta verkefni elur af sér verður ómetanleg þegar kemur að því að taka mikilvægar og stefnumarkandi ákvarðanir um hvernig staðið verður að endurmótun og uppbyggingu íslensks samfélags, m.a. varðandi áherslur í atvinnuuppbyggingu.
Það eru engir venjulegir Jónar, sem þessa rannsókn munu framkvæma, en hún verður undir stjórn Colin Mercer, sem er brautryðjandi í rannsóknum og skrifum á kortlagningu hagrænna áhrifa skapandi greina, og honum til liðssinnis verður Tómas Young, sem nýlega lauk MS ritgerð sinni í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og Margrét Sigrún Sigurðardóttir lektor við Háskóla Íslands veitir faglega ráðgjöf.
Þegar allar forsendur fyrir frekari atvinnuuppbyggingu í landinu liggja ljósar fyrir, hlýtur ríkisstjórnin að ráða kynjafræðing, til að kyngreina rannsóknina og niðurstöður hennar, því annars mun þjóðin aldrei komast að hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi, skipt eftir kyni, aldri og búsetu.
Verði þetta ekki kyngreint, veður niðurstaðan aldrei heildræn.
![]() |
Hagræn áhrif skapandi greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.6.2010 | 14:50
Landsstjórinn ruglar fréttamenn og kemst upp með það
Mark Flanagan, landsstjóri AGS yfir Íslandi, og Franek Rozwadowski, lénsherra hans hér á landi rugluðu í fréttamönnum á fundi í dag og allavega samkvæmt fyrstu fréttum, hafa þeir ekki setið undir ströngum yfirheyrslum, eða djúphugsuðum.
Meðal annars sögðu þeir að kreppan væri "tæknilega lokið", þó enginn fyndi fyrir því og minnir þetta orðalag óþægilega á umræðuna um að 70% fyrirtækja á landinu séu "tæknilega gjaldþrota", en aðeins sé eftir að veita þeim náðarhöggið. Á meðan svo er ástatt um meirihluta fyrirtækjanna og spár hljóða ennþá upp á aukningu atvinnuleysis í haust og fram til ársins 2012, er kreppunni langt frá því að vera "tæknilega lokið".
Einnig töldu landshöfðingjarnir að dómur Hæstaréttar væri hinn óljósasti og fleiri dóma þyrfti til að útkljá málið, en bankakerfinu myndi samt lítið muna um að taka á sig tapið af þessum lánum, en það er þvert ofan í það sem ríkisstjórnin hefur verið að telja almenningi trú um s.l. átján mánuði. Ráðherrarnir hafa alltaf sagt, að ekki væri hægt að veita krónu afslátt af neinu láni, því það myndi ekki bara setja bankana á hausinn, heldur ríkissjóð í leiðinni.
Við aðra endurskoðun efnahagsáætlunar AGS fyrir landið gáfu ráherrarnir og seðlabankastjórinn AGS skriflegt loforð um að ekkert yrði meira gert í málefnum skuldugra heimila og uppboðum fasteigna yrði ekki frestað lengur en fram í Októbermánuð n.k. Á fréttamannafundinum létu yfirmenn ríkisstjórnarinnar þau orð hins vegar falla, að það litla sem þó væri búið að samþykkja af aðgerðum til aðstoðar heimilunum, væri svo sem ágætt, en miklu meira þyrfti þó að gera.
Ekki verður séð að fréttamenn hafi spurt út í þessar mismunandi yfirlýsingar frá æðstavaldinu og skósveina þeirra í ríkisstjórninni. Við því var svo sem ekki að búast, því féttamenn virðast ótrúlega oft vera blindir á fréttapunktana og fréttanef þeirra löngu komið með hrossasóttina.
AGS og skósveinarnir í ríkisstjórninni tala greinilega tungum tveim og hvor með sinni, án nokkurrar samræmingar. Ef til vill er sameiginlegur skilningur á málinu enginn.
![]() |
Kreppunni lokið segir AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2010 | 10:32
Tækifæri til að taka landsstjórann á beinið
Mark Flanagan, Landsstjóri AGS yfir Íslandi og Franek Rozwadowski, lénsherra hans, hafa boðað til blaðamannafundar í dag og ætla þar að kynna stöðu mála vegna þriðju endurskoðunar efnahagsáætlunar sjóðsins fyri Ísland, en ef fer sem horfir, gefur sjóðurinn út tilskipun um hvað ríkisstjórninni ber að framkvæma og lofa að gera og gera ekki á næstunni.
Fréttamenn fá þarna kjörið tækifæri til að spyrja þá félaga almennilega út í loforð ríkisstjórnarinnar til sjóðsins um að ekkert skuli gert frekar fyrir skuldug heimili í landinu og að um frekari frestanir á fasteignauppboðum verð ekki að ræða, eftir Októbermánuð n.k. Það loforð var sjóðnum gefið skriflega og undirritað af Jóhönnu, Steingrími J, Gylfa og Má í tengslum við endurskoðun áætlunar sjóðsins númer tvö.
Einnig verða fréttamenn að spyrja út í fyrirskipanir landsstjórans vegna nýgengis dóms Hæstaréttar um gengislánin, en miðað við hvernig Gylfi Magnússon talar um vaxtaákvæði þeirra lána, hlýtur hann að vera búinn að fá einhverjar fyrirskipanir um hvernig sjóðurinn vill láta meðhöndla vaxtakjörin.
Þá er bráðnauðsynlegt að fá svör við því, hvernig stjórnendur ríkisstjórnarinnar líta á skemmdarverk hennar gegn atvinnuuppbyggingu í landinu og baráttu hennar fyrir flutningi þúsunda manna úr landi, til þess að geta falsað atvinnuleysistölurnar og látið þær líta betur út en ella.
Fréttamenn hafa oft sýnt að þeir hafa afar lítið fréttanef og koma oft ekki auga á fréttnæmustu punkta hverrar fréttar.
Nú er tækifæri til að reka af sér slyðruorðið og knýja fram skýr svör og undanbragðalaus.
![]() |
AGS boðar blaðamenn á fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)