19.6.2010 | 11:31
"Gengislánin" voru verðtryggð lán
Mikil óvissa ríkir um uppgjör "gengislánanna" svokölluðu eftir úrskurð Hæstaréttar um að verðtrygging lána í íslenskum krónum með viðmiði við dagsgengi erlendra gjaldmiðla væri ekki löglegt form verðtryggingar, þar sem lögin gerðu einungis ráð fyrir verðtryggingu, sem miðaðist við neysluverðsvísitölu, útreiknaða af Hagstofu Íslands.
Engin varakrafa var gerð fyrir dómi, um að dæmdist gengistryggingin ólögmæt, þá reiknaðist lögleg verðtrygging í staðinn og því tóku hvorki Héraðsdómur né Hæstiréttur afstöðu til þess, enda dæma dómstólar einungis á grundvelli þeirra krafna, sem fyrir þá eru lagðar.
Í tilfelli "gengislánanna" voru bæði lánveitandi og lántaki sammála um að lánin skyldu vera verðtryggð, með lágum vöxtum, og því vaknar sú spurning hvort ekki liggi beint við að álykta, að hefði varakrafan um venjulega verðtryggingu verið lögð fyrir dómstólana, hefði hún verið samþykkt, enda vilji beggja aðila í upphafi til að verðtryggja höfuðstól lánanna.
Allt er í óvissu ennþá um hvernig þessi lán verða gerð upp, en líklegast virðist vera, að þau verði meðhöndluð sem óverðtryggð lán, með vöxtum Seðlabankans á slíkum lánum á hverjum tíma. Hér á blogginu a.m.k. virðist sú skoðun ríkja hjá flestum skuldurum þessara lána, að upphaflegu lágu vextirnir, sem miðaðir voru við gengistrygginguna, verði látnir standa og höfuðstóllinn vera óverðtryggður. Verði það niðurstaðan, verður um að ræða einhverja stærstu gjöf til einstaklinga, sem sögur fara af frá upphafi landnáms og spurning hvort sú gjöf yrði ekki að lokum hálfgerð hefndargjöf, því aðrir lántakendur yrðu látnir greiða fyrir hana, óviljugir, með hærri vöxum á öðrum lánum.
Greinilegt er að a.m.k. margir skuldarar lánanna eru í miklum hefndarhug gagnvart lánastofnunum og ekki allir tilbúnir til sanngjarnar sáttar um uppgjör.
![]() |
Ríkið gæti orðið bótaskylt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
19.6.2010 | 08:24
Össur viðurkennir getuleysi ríkisstjórnarinnar
Í viðtali við Fréttablaðið viðurkennir Össur Skarphéðinsson að ríkisstjórnin sé í raun sprungin og ráði ekki við þau vandamál, sem við er að fást í þjóðfélaginu. Það var kominn tími til, að ráðherrarnir viðurkenndu þetta, því ástandið er orðið svo skelfilegt í atvinnu- og efnahagsmálunum, að hver dagur sem þjóðin situr uppi með þessa óhæfu ríkisstjórn er of dýr, til að unað verði við það lengur.
Hver höndin er upp á móti annarri innan ríkisstjórnarinnar og ekki síður innan flokkanna og á milli þeirra og engar ýkjur að segja að allt logi þar stafnanna á milli. Nú er fjárlagavinnan fyrir næsta ár komin í fullan gang og löngu fyrirséð, að stjórnarflokkarnir myndu aldrei ná neinni samstöðu um þær aðgerðir sem grípa þarf til vegna niðurskurðar og sparnaðar í opinbera kerfinu. Óánægja VG eykst dag frá degi með algert getuleysi Jóhönnu Sigurðardóttur á stóli forsætisráðherra og ekki bætti úr skák tillaga hennar um að koma Jóni Bjarnasynir út úr ríkisstjórninni bakdyramengin.
Það er nánast sama í hvaða máli það er, samstaða stjórnarflokkanna er engin orðin og í stað þess að viðurkenna staðreyndir og boða til kosninga, er reynt að halda feluleiknum áfram, en farið að ræða um að kippa stjórnarandstöðunni inn í ríkisstjórnina til að bjarga málunum.
Haft er eftir Össuri: Ég er þingræðissinni og vil efla veg þingsins. Ég er æ meira að verða þeirrar skoðunar að mál eigi að leiða til lykta í samráði stjórnar og stjórnarandstöðu."
Hugmyndir Hönnu Birnu laða greinilega að sér æ fleiri fylgismenn.
![]() |
Össur hlynntur þjóðstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)