Minnimáttarkennd Samfylkingar og Vinstri grænna

Undanfarin ár, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið landsfundi sína, hefur Samfylkingin alltaf boðað til síns landsfundar á sama tíma og alltaf beðið eftir að Sjálfstæðisflokkurinn greindi frá dagsetningum síns fundar og í kjölfarið auglýst sinn fund á sömu dögum.

Nú í endaðan júní heldur Sjálfstæðisflokkurinn aukalandsfund, aðallega til þess að kjósa nýjan varaformann, ásamt umræðu um þjóðfélagsmálin og þá rýkur Samfylkingin til og auglýsir flokksráðsfund á sömu dagsetningu og Sjálfstæðisflokkurinn heldur sinn fund.  Að þessu sinni tekur VG móðurflokk sinn, Samfylkinguna, til fyrirmyndar og boðar einnig til flokksráðsfundar.

Samfylkingin hefur haft þennan hátt á undanfarin ár, vegna öfundar út í þá athygli sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins vekur ávallt, enda mikill viðburður, þegar stærsti flokkur landsins heldur sína glæsilegu landsfundi.  Með þessu reynir Samfylkingin að draga úr athyglinni, sem beinist að Sjálfstæðismönnum og vill fá að vera með í umræðunni, sem skapast vegna landsfundar Sjálfstæðisflokksins.

Vinstri grænir grípa til sama ráðs að þessu sinni og lýsir þetta auðvitað engu öðru en mikilli minnimáttarkennd gagnvart alvöru stjórnmálafundi Sjálfstæðismanna.


mbl.is Boða til flokksráðsfunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir kapítalískari en postular frjálshyggjunnar

Ný lög um fjármálafyrirtæki var samþykkt á Alþingi í morgun og eins og vænta mátti voru allar tillögur minnihlutans um úrbætur á gölluðu frumvarpi felldar.  Sjálfstæðismenn vildu skýrar reglur um aðskilnað innlána- og fjárfestingarstarfsemi banka og annarra fjármálastofnana.

Í fréttinni kemur fram að:  "Magnús Orri Schram, Samfylkingu, kallaði frumvarpið gott og mikilvægt skref inn í framtíðina og Lilja Mósesdóttir, Vinstri Grænum, sagði að ekki væri gengið lengra vegna viðvarana OECD um að fara varlega í að aðskilja fjárfestingastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi."

Þessi afstaða stjórnarinnar og sérstaklega Vinstri grænna er furðuleg í ljósi þess, að í föðurlandi frjálshyggjunnar, Bandaríkjunum, þaðan sem allt frelsi fjármálastofnana til að stunda hvers kyns brask er upprunnið, er nú verið að fjalla um nýja lagasetningu, sem kveður á um algeran aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarstarfsemi og talið er líklegt að slík lög verði samþykkt fljótlega.

Bandaríkjamenn kalla þessa breytingu Volckerregluna, eftir þeim sem lagði hugmyndina fram og um þetta má lesa frekar í fréttinni hérna  en hún endar á þessum orðum:

"Nú er unnið að leggja lokahönd á frumvarp sem sameinar fulltrúadeildarfrumvarpið og öldungadeildarfrumvarpið. Eins og fram kemur í frétt Evrópuvaktarinnar þá reyna bankar og aðrir úr fjármálageiranum sem hafa hagsmuna að gæta nú á að beita áhrifum sínum innan Bandaríkjaþings til að undanþágur frá Volcker-reglunni verði í lokaútgáfu frumvarpsins. Hinsvegar bendir fréttaflutningur Reuter til að stuðningur við regluna sé að aukast innan þingsins og þá sérstaklega meðal fulltrúa demókrata. Fréttastofan hefur eftir þungavigtarmönnum úr þingmannaliði Demókrataflokksins að reglan skipti sköpum fyrir umbætur á fjármálamarkaði og í raun þyrfti að herða ákvæði hennar í lokaútgáfu frumvarpsins."

Oft er talað um að menn séu kaþólskari en páfinn, en það vekur vægast sagt furðu, að Vinstri grænir skuli vera orðnir kapítalískari en postular frjálshyggjunnar í Bandaríkjunum.


mbl.is Fjármálafyrirtækjalög samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband