3.5.2010 | 19:38
Mismunandi túlkun á launum seðlabankastjórans
Fultrúi Samfylkingarinnar í stjórn seðlabankans hefur lagt til að laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund krónur á mánuði, en Kjararáð hafði áður úrskurðað að mánaðarlaun hans skyldu vera um 1.300 þúsund á mánuði, með fastri yfirvinnu, en dagvinnulaunin skyldu vera rétt tæplega milljón.
Þetta myndu flestir túlka sem launahækkun, en það gerir seðlabakastjóri alls ekki, því hann snýr dæminu algerlega við og segir að þetta snúist um hvað launin eigi að lækka mikið, frá því sem honum var lofað við ráðningu. Hann segist líklegast ekki taka við launahækkun upp á 400 þúsund og virðist blaðamaður mbl.is hafa skilið það svo, að hann ætlaði ekki að þiggja þá launabreytingu, sem Lára V. Júlíusdóttir, stjórnarmaður Samfylkingarinnar í seðlabankanum, leggur til.
Már ætlar að sjálfsögðu að taka við þessari hækkun, sem hann kallar minni lækkun en Kjararáð ætlaði honum, en samkvæmt stefnu forsætisráðherra Samfylkingarinnar má enginn embættismaður hafa hærri dagvinnulaun en hún.
Svona getur launahækkun orðið að hreinni launaskerðingu.
![]() |
Már myndi ekki þiggja launahækkunina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
3.5.2010 | 16:09
Allt á hvolfi í Samfylkingunni vegna launa seðlabankastjóra
Nú er auðséð, að allt er komið upp í loft innan Samfylkingarinnar vegna þeirrar tillögu Láru Júlíusdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn Seðlabankans, að hækka laun Más Guðmundssonar, sérstaks seðlabankastjóra Samfylkingarinnar, um 400 þúsund krónur á mánuði.
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skorað á Láru að draga tillöguna til baka, enda eigi enginn embættismaður að hafa hærri laun en forsætisráðherra Samfylkingarinnar og áður hafði Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sent Má sjálfum opið bréf á Pressunni, þar sem hann skoraði á hann að þiggja ekki þessa launahækkun, sem Samfylkingarkonan Lára vill endilega neyða upp á hann.
Mörður setur það í ákvörðunarvalds Más, að þiggi hann launahækkunina, neyðist Samfylkingin til að reka fulltrúa sína tvo úr stjórn Seðlabankans og biður Mörður þess lengsrta orða, að til þess þurfi ekki að koma, því þessir fulltrúar séu svo sannir og dyggir Samfylkingarmenn, að það væri alveg synd að Samfylkingin neyddist til að reka þá.
Samsull Samfylkingarinnar í þessu máli er svo mikið, að ekki verður komist hjá því að nefna flokkinn svo oft á nafn í stuttum pistli, að ástæða er til að biðja viðkvæmt fólk afsökunar á því, en ekki þykir skrifara samt ástæða til að axla sérstaka ábyrgð þess vegna.
![]() |
Skorar á Láru að draga tillögu til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2010 | 13:31
Eigið fé Icelandair var hreinsað út af fyrri "eigendum"
Bankaræningjarnir Jón Ásgeir í Bónusi, Pálmi í Iceland Express og Hannes Smárason létu það verða sitt fyrsta verk eftir að þeir komust yfir FL-Group á sínum tíma, að skipta félaginu upp og selja einingar út úr móðurfélaginu, skuldsett upp fyrir rjáfur, en breyttu móðurfélaginu í fjárfestingarfélag, enda var félagið sterkt og eigið fé þess mikið.
Á undraskömmum tíma voru þeir félagar búnir að soga alla sjóði, sem fyrir voru í samsteypunni, í eigið brask, gífurlegan persónulegan kostnað sem færður var á félagið og arðgreiðslur til sjálfra sín, en steyptu félaginu sjálfu í gjaldþrot á fáeinum árum.
Nú á Icelandair í miklum rekstrarerfiðleikum vegna þeirrar gífurlegu skuldabyrði, sem fylgdi með félaginu til nýrra eigenda, þótt sjálfur flugreksturinn gangi vel og standi undir sér sem slíkur. Öll félög sem til voru í landinu og voru rík af sjóðum, hrifsuðu þessir og aðrir bandittar til sín og hreinsuðu út alla sjóði sem hægt var að koma höndum yfir. Nægir að benda á til viðbótar við FL-group, Eimskip, Sjóvá, VÍS, bankana o.fl., o.fl.
Það voru víðar framin rán, en í bönkunum á árum útrásarglæpaáranna.
![]() |
Icelandair á athugunarlista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.5.2010 | 08:26
Enginn fái hærri laun en vanhæfur forsætisráðherra
Ekki fyrir svo löngu síðan samþykkti Alþingi lög þess efnis, að enginn starfsmaður hins opinbera skyldi fá hærri laun en forsætisráðherra, nema forsetinn, og lækkaði kjaradómur ýmsa embættismenn í launum í samræmi við þessa lagabreytingu.
Á sama tíma og þessi lagasetning var í undirbúningi var ráðinn nýr seðlabankastjóri og honum gefið það loforð, að þrátt fyrir að laun annarra yrðu lækkuð, þá skyldi hann að sjálfsögðu verða undanþeginn þessum lögum, enda myndi hann gegna svo ábyrgðarmikilli stöðu, að um hann skyldu gilda sérreglur.
Enginn skal láta sér detta í hug að þessi launastefna verði langlíf, því þegar búið verður að víkja frá henni í eitt skipti, mun skriðan koma á eftir og allir embættismenn ríkisins benda á hversu gífurlega mikilvægt og ábyrgðarmikið þeirra starf sé og því þurfi að gera undantekningu frá reglunni í tilfelli síns embættis.
Það er svolítið neyðarlegt að miðað skuli við að enginn í opinbera kerfinu skuli hafa hærri laun en vanhæfasti forsætisráðherrann í lýðveldissögunni.
![]() |
Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)