Ríkisstjórnin er móðgun við þjóðina

Iðnaðarráðherra gerði sér ferð norður á Húsavík til þess að móðga íbúa Norðurþings með því að skýra þeim frá því, að ríkisstjórnin væri búin að ákveða að tefja og trufla allt sem samið hafði verið um áður til atvinnuuppbyggingar í landshlutanum.

Þessi framkoma ráherrans hefði auðvitað ekki átt að koma neinum á óvart, enda í fullu samræmi við atvinnuleysisstefnu ríkisstjórnarinnar, sem hefur það sem meginmarkmið að lengja eins mikið í kreppunni og mögulegt er og fjölga svo mikið á atvinnuleysisskránni að það nái a.m.k. 10% fyrir áramót.

Þetta hefur komið vel fram undanfarna daga, enda sendi formannafundur ASÍ ríkisstjórninni kaldar kveðjur vegna svika og óheilinda hennar gagvart aðilum vinnumarkaðarins varðandi nánast öll atriði, sem samið var um í stöðugleikasáttmálanum síðasta sumar. 

Það er algjör móðgun við þjóðina, að þessi ríkisstjórn skuli ekki viðurkenna vanmátt sinn til allra verka og segja af sér.


mbl.is Móðgun við Húsvíkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um að gera að láta Icesave fara fyrir EFTA dómstólinn

Alveg frá upphafi deilunnar um Icesave reikninga Landsbankans hafa Bretar og Hollendingar verið algerlega andvígir því, að láta málið fara fyrir dómstóla og hefur ESB staðið þétt að baki þeirra í þeirri afstöðu og allt verið gert til að neyða Íslendinga til að gangast undir ýtrustu fjárkúgunarkröfur ofbeldisþjóðanna.

Aldrei hefur verið neinn ágreiningur um að Tryggingasjóður innistæðieigenda og fjárfesta eigi að tryggja eigendum innistæðna á Icesavereikningum allt að 20.887 evrur á hvern reikning, en það er uppgjörsmál milli sjóðsins og Breta og Hollendinga í umboði þessara landa sinna.  Þetta mál kemur hins vegar skattgreiðendum á Íslandi ekkert við og hvorki íslenska ríkisstjórnin og hvað þá þær bresku og hollensku hafa nokkra heimild til að gera íslendinga að skattaþrælum erlendra þjóða til margra áratuga.

Sætti Bretar og Hollendingar sig ekki við það uppgjör, sem þeim stendur til boða frá tryggingasjóðnum, þá er um að gera að láta EFTAdómstólinn skera úr um kröfu þeirra á hendur honum.

Málið kemur íslenskum almenningi nákvæmlega ekkert við og hann er ekki aðili að málinu.


mbl.is Góð tíðindi ef málið fer fyrir EFTA-dómstólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gnarr treystir á skapandi hugsun borgarstarfsmanna, en ekki sína eigin.

Jón Gnarr er hrærður og þakklátur góðum viðtökum leikhúsgesta við nýjasta leikriti hans, sem er framboðið í Reykjavík, og hneigjir sig auðmjúklega, eins og góðum leikstjórna sæmir.  Leiksýningin gengur enn fyrir fullu húsi, en um súrrelíska stjórnleysissýningu er að ræða, sem áhorfendur skilja ekki fullkomlega, en skemmta sér konunglega yfir engu að síður.

Þegar leikstjórinn er spurður um málefni borgarinnar, segir hann jafnan að hjá borginni starfi gott og vinnusamt fólk og því verði treyst fyrir allri þeirri vinnu, sem vinna þarf og borgarfulltrúar leikhússins muni bara hirða nefndarlaunin sín og ekki þvælast fyrir vinnandi fólki hjá borginni.

Í viðtali við mbl.is segir Jón að brýnastu úrlausnarefnin á næstunni séu málefni Orkuveitu Reykjavíkur og hans launs á þeim vanda er þessi:  "Stærsta vandamálið sem við þurfum að takast á við eftir kosningar eru málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Það er alvarlegasta málið og við munum mæta því af mikilli festu og undirbúningi. Það er mál sem verður að leysa í mjög nánu samstari við starfsfólk Reykjavíkurborgar. Þar er reynsla og þar er kunnátta til að leysa þetta eins farsællega og hægt er."

Þetta er dæmigert svar við öllum erfiðum spurningum sem beint er til leikaranna í leikhúsi fáránleikans, enda var handritið að leikritinu aldrei skrifað til enda, heldur er leikið af fingrum fram jafnóðum og spurningum er beint að handritshöfindinum og öll svörin steypt í þetta sama mót.

Leikhúsrýnum fjölmiðlanna finnst ennþá gaman í leikhúsinu og sjá ekkert athugavert við gallana á handritinu og hvernig það þynnist út með hverjum deginum sem líður.

Það er ótrúlegt að stórum hópi kjósenda, sérstaklega yngsta fólkinu, skuli ekki vera farið að leiðast að láta draga sig svona á asnaeyrunum endalaust.


mbl.is „Fyllist von fyrir hönd borgarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiksýningin gengur vel

Leiksýning "Besta"brandarans nýtur ennþá gífulegrar hylli áhorfenda og allt útlit fyrir að hún gangi í full fjögur ár, en ef að líkum lætur verða vinsældir sýningarinnar farnar að dala verulega í lok sýningartímabilsins og brandararnir farnir að þynnast mikið út.

Fyrirmynd framboðsins, Silvía Nótt, naut mikilla vinsælda í tvö ár, en gekk þá gjörsamlega fram af fólki vegna ofmetnaðar aðstenda þeirrar leiksýningar, vegna þeirrar hylli sem sýningin naut og á endanum var gengið svo hraustlega fram af fólki í vitleysunni, að nú vill enginn kannast við að hafa nokkurn tíma verið aðdáandi farsans.

Mogginn bendir á það í leiðara í dag, að sú refsing sem Álftnesingar veittu sitjandi meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi orðið sveitarfélaginu svo dýrkeypt, að erfitt sé að koma auga á hvernig Álftanes nær sér aftur fjárhagslega eftir "refsiaðgerðirnar".

Samkvæmt skoðanakönnun fyrir Moggann fær "Besti" brandarinn lang mest fylgi meðal yngsta aldurhópsins, 18 til 24 ára, eða 68,2% svarenda, en það er sá hópur, sem er að kjósa í fyrsta eða annað sinn og í mörgum tilfellum ekki farinn að gera sér grein fyrir þeirri alvöru, sem felst í kosningaréttinum og þeirri ábyrgð sem honum fylgir.

Vonandi verður þetta leikhús fáránleikans Reykvíkingum ekki jafn dýrkeypt og refsing kjósenda á Álftanesi gagnvart sínum stjórnvöldum.


mbl.is Mikið forskot Besta flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband