3.4.2010 | 19:50
Hvað varð um peningana?
Deutsce Bank hefur haft á sínum snærum sérstakt rannsóknarlið til að rannsaka hvað varð um alla peningana sem þeir lánuðu til íslensku bankanna og sérstaklega er verið að kanna þátt bankastjóra og eigenda Landsbankans.
Áður hafa borist fréttir af því að breska efnahagsrannsóknardeildin hafi að eigin frumkvæði hafið rannsókn á starfsemi íslensku bankanna og sé nú komin í samstarf við Sérstakan saksóknara, þannig að því fleiri aðilar sem rannsaka svikamilluna sem viðgekkst í banka- og útrásarsukkinu, því meiri og betri von er til þess að hendur verði hafðar í hári þessara svikara, hvar sem þeir reyna að leita skjóls í heiminum.
Ekki er að undra, að erlendar lánastofnanir skuli ekkert skilja hvert peningarnir þeirra fóru, því heildartap íslensku bankanna nemur einhversstaðar á bilinu 5000 - 8ooo milljarðar króna og varla hafa útrásarsvindlararnir tapað því öllu í fáráðlegum fjárfestingum, heldur hljóta að vera talsverðar líkur til þess að einhver hluti þessarar gífurlegu fjárhæðar hafi ratað í banka- og skattaparadísir veraldarinnar.
Vonandi greiðist úr þessari flækju allri fljótlega, svo biðtími banka- og útrásarsvindlara eftir afplánunarplássum fari að styttast.
![]() |
Rannsaka Landsbankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
3.4.2010 | 17:15
Álfheiður í Kattholti mjálmar
Ámátlegt mjálm barst frá Kattholti Vinstri grænna, þegar Álheiður Ingadóttir hótaði að áminna forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, vegna þess að hann vildi undirbúa sig undir fund með henni í samráði við Ríkisendurskoðanda, vegna óskiljanlegrar reglugerðar sem kattafrúin setti um tannlækningar þeirra sem hafa meðfædda tanngalla.
Ekki þarf neitt að koma á óvart, sem frá Álfheiði kemur, enda konan fræg að endemum, utan ráðuneytis sem innan. Ef einhver ætti að fá áminningu vegna þessa máls, er það Álfheiður, fyrir óvandaða reglugerð og í framhaldi af því arfaslaka stjórnsýslu og dómgreindarskort með hótunarbréfinu um áminninguna.
Eftir að málið komst í hámæli, virðist Álheiður vera búin að sjá að sér, enda hefur hún sent frá sér yfirlýsingu, þar sem hún segist vonast til að málið fái farsælan endi og á þá væntanlega við farsælan endi fyrir sig sjálfa.
Það verður æ skiljanlegra hvers vegna Jóhanna er alveg orðin uppgefin við að reyna að smala Vinstri grænu köttunum, enda hlaupa þeir og stökkva mjálmandi og hvæsandi um allar trissur.
Þeir eru að því leyti öðruvísi en venjulegir heimiliskettir, að þeir virðast aldrei mala af vellíðan.
![]() |
Vonar að málið fái farsælan endi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.4.2010 | 07:24
Eru fjárkúgararnir farnir að skammast sín?
Ef þær fréttir eru réttar að Bretar og Hollendingar hafi látið þau boð út ganga, að þeir séu tilbúnir til nýrra Icesave viðræðna án þeirra skilyrða sem þeir hafa sett fram að þessu, þá eru það fyrstu merki þess að þessir ósvífnu fjárkúgarar séu byrjaðir að skammast sín fyrir ofbeldið, sem þeir hafa beitt saklausa íslenska skattgreiðendur.
Fram að þessu hefur verið ófrávíkjanlegt skilyrði af þeirra hálfu, að samningstekstinn frá því í desember stæði óbreyttur, en hugsanlegt væri að fallast á lægri vexti, sem er algerlega ólöglegt að skella á þjóðina, sem alls ekki er aðili að málinu.
Eins og venlulega ástundar Steingrímur J. sína opnu og gagnsæju stjórnsýslu með því að neita að tjá sig um málið, en stjórnarandstaðan stendur föst fyrir, eins og áður, en er reiðubúin til að halda til nýrra viðræðna, en er vonandi ekki tilbúin til að fórna hagsmunum þjóðarinnar í þágu erlendra kúgunarríkja.
Ef þetta eru merki um að fjárkúgararnir séu farnir að skammast sín, er tími til kominn að íslenskir samstarfsmenn þeirra, innan ríkisstjórnar og utan, geri það líka.
![]() |
Falla frá einhliða skilmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)